Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
   mán 04. ágúst 2025 21:33
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Ekitike lagði upp - Gakpo með sýningu
Mynd: EPA
Mynd: Liverpool FC
Það fóru nokkrir æfingaleikir fram í dag þar sem stórlið komu við sögu. Liverpool keppti tvo leiki við Athletic Bilbao þar sem allir leikmenn beggja liða fengu að spreyta sig.

Lakari liðin mættust fyrst og skóp Liverpool þægilegan 4-1 sigur þar. Hinn 16 ára gamli Rio Ngumoha átti mark og stoðsendingu á fyrstu fimm mínútum leiksins og skoraði Darwin Núnez einnis og lagði upp.

   04.08.2025 16:21
Undrabarnið með mark og stoðsendingu á þremur mínútum


Sterkari liðin mættust svo í seinni leiknum og aftur hafði Liverpool betur, en í þetta skiptið munaði minna á liðunum. Williams bræðurnir byrjuðu en tókst þó ekki að koma í veg fyrir tap.

Mohamed Salah tók forystuna fyrir Liverpool eftir undirbúning frá Hugo Ekitike en Oihan Sancet jafnaði svo staðan var 1-1 í hálfleik.

Cody Gakpo lét svo til sín taka í seinni hálfleik. Hann endurheimti forystuna fyrir Liverpool og skoraði svo sjálfsmark til að jafna metin níu mínútum síðar. Gakpo var ekki hættur því hann skoraði aftur skömmu eftir sjálfsmarkið til að breyta stöðunni í 3-2.

Hvorugu liði tókst að bæta marki við leikinn en Salah komst næst því þegar hann klúðraði vítaspyrnu á 81. mínútu. Lokatölur urðu því 3-2.

Sevilla spilaði þá æfingaleik við Al-Qadisiya frá Sádi-Arabíu og skildu liðin jöfn, 2-2. Mateo Retegui skoraði annað mark Arabanna.

Napoli gerði að lokum óvænt jafntefli við Casertana eftir að hafa lent undir. Matteo Politano gerði eina mark Ítalíumeistaranna.

Liverpool 4 - 1 Athletic Bilbao
1-0 Rio Ngumoha ('2)
2-0 Darwin Nunez ('5)
3-0 A. Padilla ('42, sjálfsmark)
4-0 Harvey Elliott ('58)
4-1 Gorka Guruzeta ('76)

Liverpool 3 - 2 Athletic Bilbao
1-0 Mohamed Salah ('14)
1-1 Oihan Sancet ('29)
2-1 Cody Gakpo ('55)
2-2 Cody Gakpo, sjálfsmark ('64)
3-2 Cody Gakpo ('70)
3-2 Mohamed Salah, misnotað víti ('81)

Sevilla 2 - 2 Al-Qadisiya
1-0 Dodi Lukebakio ('8)
1-1 Mateo Retegui ('29)
2-1 S. Idumbo ('59)
2-2 M. Carvalho ('95)

Napoli 1 - 1 Casertana
0-1 M. Vano ('35)
1-1 Matteo Politano ('43)
Athugasemdir
banner