Isaac Kwateng, leikmaður SR í 5. deildinni, hefur verið dæmdur í eins leiks bann eftir að málskotsnefnd KSÍ vísaði myndbandsupptöku á borð aganefndar.
Að mati nefndarinnar sést á myndbandi að Isaac Kwateng slær til leikmanns Spyrnis þegar boltinn er fjarri. Dómarar leiksins sáu atvikið ekki en það er ekki mjög algengt að menn séu dæmdir í bann eftir myndbandsupptökur í íslenska boltanum.
„Aga- og úrskurðarnefnd lítur á sem svo að sú háttsemi að slá til annars leikmanns sé alvarlegt agabrot þó ekki sé hægt að greina með vissu af myndbandi hvort um hafi verið að ræða olnbogaskot eða ekki," segir í dómi aganefndar.
Að mati nefndarinnar sést á myndbandi að Isaac Kwateng slær til leikmanns Spyrnis þegar boltinn er fjarri. Dómarar leiksins sáu atvikið ekki en það er ekki mjög algengt að menn séu dæmdir í bann eftir myndbandsupptökur í íslenska boltanum.
„Aga- og úrskurðarnefnd lítur á sem svo að sú háttsemi að slá til annars leikmanns sé alvarlegt agabrot þó ekki sé hægt að greina með vissu af myndbandi hvort um hafi verið að ræða olnbogaskot eða ekki," segir í dómi aganefndar.
Isaac Kwateng var talsvert í fréttum fyrir nokkrum árum en honum var þá vísað úr landi. Á endanum fékk hann atvinnu- og dvalarleyfi. Kwateng flúði heimaland sitt, Gana, og kom til Íslands en ráðist hafði verið á hann eftir að hann predikaði gegn samkynhneigð. Hann sagði í samtali við Heimildina að hann hafi snúið baki við þessum skoðunum.
Spyrnir, sem er á Egilsstöðum, vann umræddan leik 9-1 en SR er varalið Þróttar í Reykjavík. Spyrnir er í öðru sæti riðilsins en SR í sjötta.
Athugasemdir