Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búast við Wissa á æfingu í dag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Yoane Wissa vill ólmur vera seldur burt frá Brentford í sumar eftir að tveir af bestu liðsfélögum hans voru seldir og þjálfarinn skipti um starf.

Brentford vill ekki missa annan lykilmann í sumar og hefur hingað til hafnað öllum fyrirspurnum um Wissa. Leikmaðurinn er óánægður og tók ekki þátt í æfingaferð Brentford á upphafi undirbúningstímabilsins.

Félagið býst þó við leikmanninum á æfingu í dag þar sem hann þarf að leggja vinnu á sig til að komast aftur í leikform eftir sumarfrí.

Wissa mætti á æfingu fyrir helgi þegar liðsfélagar hans komu heim úr æfingaferð í Portúgal en hann tók ekki þátt í 1-0 sigri í æfingaleik gegn QPR um helgina.

Sky Sports greinir frá því að Brentford gæti verið opið fyrir því að selja Wissa seinna í ágúst eftir að félagið finnur viðeigandi kost til að fylla í skarðið.

Félagið á eftir að fylla í skarðið fyrir Bryan Mbeumo sem var seldur til Manchester United fyrr í sumar en Omari Hutchinson er meðal efstu manna á óskalistanum.
Athugasemdir
banner