Newcastle United hefur lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í Benjamin Sesko framherja RB Leipzig.
Sesko er gífurlega eftirsóttur í sumar og virðist Newcastle leiða kapphlaupið um hann þó Manchester United sé á meðal áhugasamra félaga.
Leipzig hafnaði fyrsta tilboði Newcastle sem hljóðaði samtals upp á 80 milljónir evra. Nýtt tilboð úrvalsdeildarfélagsins hljóðar upp á 90 milljónir.
Newcastle myndi greiða 80 milljónir strax með 10 milljónir í aukagreiðslur.
Fabrizio Romano segir að Man Utd muni jafna tilboð Newcastle ef leikmaðurinn kýs frekar að flytja til Manchester.
Sesko er hugsaður sem arftaki fyrir Alexander Isak sem virðist vera á leið til Liverpool fyrir metfé.
Athugasemdir