Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Burnley ræðir við Newcastle um kaupverð
Dúbravka lék tvo leiki á lánsdvöl sinni hjá Manchester United tímabilið 2022-23. Hann var endurkallaður úr láni og hélt aftur til Newcastle í janúarglugganum það tímabilið.
Dúbravka lék tvo leiki á lánsdvöl sinni hjá Manchester United tímabilið 2022-23. Hann var endurkallaður úr láni og hélt aftur til Newcastle í janúarglugganum það tímabilið.
Mynd: Manchester United
Burnley er í leit að nýjum markverði eftir að Manchester City keypti James Trafford aftur til sín á dögunum.

Nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni hafa verið að prófa Etienne Green, Max Weiss og Václav Hladký í æfingaleikjum á undirbúningstímabilinu en Scott Parker þjálfara líður eins og liðinu vanti nýjan aðalmarkvörð.

Martin Dúbravka er talinn vera meðal efstu manna á óskalistanum hjá Burnley þar sem hann er hokinn reynslu til að miðla til samherja sinna auk þess að vera afar öflugur markvörður.

Dúbravka er 36 ára gamall Slóvaki sem lék 179 leiki á sjö og hálfu ári hjá Newcastle.

Hann er með eitt ár eftir af samningi hjá Newcastle og eru félögin í viðræðum um kaupverð.
Athugasemdir
banner