Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 06. september 2019 19:45
Helga Katrín Jónsdóttir
Erna Guðrún: Vinnum þær í Pepsi á næsta ári
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í dag fór fram toppslagur Inkasso-deildar kvenna þar sem Þróttur tók á móti FH. Þróttur byrjaði leikinn mun betur og voru komnar tveimur mörkum yfir eftir 10 mínútna leik og þar við sat. Þróttur er því meistari í Inkasso-deildinni. Erna Guðrún var ekki sátt eftir leik enda hefði FH getað tryggt sér sæti í efstu deild næsta sumar með sigri:

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 FH

"Við erum bara mjög fúlar og alls ekki sáttar. Við erum búnar að byrja síðustu tvo leiki á að fá á okkur mark strax í byrjun. Lendum þá bara strax í brekku sem er mjög óþægilegt og þurfum þá að skora mörk til að jafna en ekki til þess að vinna."

"Við erum mjög fúlar en við hugsum um þetta í kvöld og svo bara æfing á morgun og þá hugum við um næsta leik."

Hvað klikkaði hjá FH í dag?

"Talningin. Í byrjun var vitlaus talning, þær ná bara að senda einn bolta inn á miðjuna og þaðan á framherjana sem eru mjög sterkir og þar lentum við bara í einum á móti einum sem er mjög óþægileg staða. En þær gerðu það bara mjög vel og kláruðu færin."

Hvernig er tilfinningin að sjá Þrótt fagna sigri í deildinni?

"Það er mjög leiðinlegt en við þurfum bara að hugsa um næsta leik og getum byggt ofan á þennan seinni hálfleik. Við áttum seinni hálfleikinn en boltinn vildi bara ekki inn. Við byggjum bara á því og hugsum jákvætt og tökum annað sætið í næsta leik."

"Svo bara þegar við mætum þeim í Pepsi á næsta ári þá tökum við þær." sagði Erna með bros á vör."

Viðtalið við Ernu má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir