Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fös 06. september 2019 19:45
Helga Katrín Jónsdóttir
Erna Guðrún: Vinnum þær í Pepsi á næsta ári
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í dag fór fram toppslagur Inkasso-deildar kvenna þar sem Þróttur tók á móti FH. Þróttur byrjaði leikinn mun betur og voru komnar tveimur mörkum yfir eftir 10 mínútna leik og þar við sat. Þróttur er því meistari í Inkasso-deildinni. Erna Guðrún var ekki sátt eftir leik enda hefði FH getað tryggt sér sæti í efstu deild næsta sumar með sigri:

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 FH

"Við erum bara mjög fúlar og alls ekki sáttar. Við erum búnar að byrja síðustu tvo leiki á að fá á okkur mark strax í byrjun. Lendum þá bara strax í brekku sem er mjög óþægilegt og þurfum þá að skora mörk til að jafna en ekki til þess að vinna."

"Við erum mjög fúlar en við hugsum um þetta í kvöld og svo bara æfing á morgun og þá hugum við um næsta leik."

Hvað klikkaði hjá FH í dag?

"Talningin. Í byrjun var vitlaus talning, þær ná bara að senda einn bolta inn á miðjuna og þaðan á framherjana sem eru mjög sterkir og þar lentum við bara í einum á móti einum sem er mjög óþægileg staða. En þær gerðu það bara mjög vel og kláruðu færin."

Hvernig er tilfinningin að sjá Þrótt fagna sigri í deildinni?

"Það er mjög leiðinlegt en við þurfum bara að hugsa um næsta leik og getum byggt ofan á þennan seinni hálfleik. Við áttum seinni hálfleikinn en boltinn vildi bara ekki inn. Við byggjum bara á því og hugsum jákvætt og tökum annað sætið í næsta leik."

"Svo bara þegar við mætum þeim í Pepsi á næsta ári þá tökum við þær." sagði Erna með bros á vör."

Viðtalið við Ernu má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner