Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   fös 06. september 2019 19:45
Helga Katrín Jónsdóttir
Erna Guðrún: Vinnum þær í Pepsi á næsta ári
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í dag fór fram toppslagur Inkasso-deildar kvenna þar sem Þróttur tók á móti FH. Þróttur byrjaði leikinn mun betur og voru komnar tveimur mörkum yfir eftir 10 mínútna leik og þar við sat. Þróttur er því meistari í Inkasso-deildinni. Erna Guðrún var ekki sátt eftir leik enda hefði FH getað tryggt sér sæti í efstu deild næsta sumar með sigri:

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 FH

"Við erum bara mjög fúlar og alls ekki sáttar. Við erum búnar að byrja síðustu tvo leiki á að fá á okkur mark strax í byrjun. Lendum þá bara strax í brekku sem er mjög óþægilegt og þurfum þá að skora mörk til að jafna en ekki til þess að vinna."

"Við erum mjög fúlar en við hugsum um þetta í kvöld og svo bara æfing á morgun og þá hugum við um næsta leik."

Hvað klikkaði hjá FH í dag?

"Talningin. Í byrjun var vitlaus talning, þær ná bara að senda einn bolta inn á miðjuna og þaðan á framherjana sem eru mjög sterkir og þar lentum við bara í einum á móti einum sem er mjög óþægileg staða. En þær gerðu það bara mjög vel og kláruðu færin."

Hvernig er tilfinningin að sjá Þrótt fagna sigri í deildinni?

"Það er mjög leiðinlegt en við þurfum bara að hugsa um næsta leik og getum byggt ofan á þennan seinni hálfleik. Við áttum seinni hálfleikinn en boltinn vildi bara ekki inn. Við byggjum bara á því og hugsum jákvætt og tökum annað sætið í næsta leik."

"Svo bara þegar við mætum þeim í Pepsi á næsta ári þá tökum við þær." sagði Erna með bros á vör."

Viðtalið við Ernu má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner