Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
   fös 06. september 2019 19:45
Helga Katrín Jónsdóttir
Erna Guðrún: Vinnum þær í Pepsi á næsta ári
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í dag fór fram toppslagur Inkasso-deildar kvenna þar sem Þróttur tók á móti FH. Þróttur byrjaði leikinn mun betur og voru komnar tveimur mörkum yfir eftir 10 mínútna leik og þar við sat. Þróttur er því meistari í Inkasso-deildinni. Erna Guðrún var ekki sátt eftir leik enda hefði FH getað tryggt sér sæti í efstu deild næsta sumar með sigri:

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  0 FH

"Við erum bara mjög fúlar og alls ekki sáttar. Við erum búnar að byrja síðustu tvo leiki á að fá á okkur mark strax í byrjun. Lendum þá bara strax í brekku sem er mjög óþægilegt og þurfum þá að skora mörk til að jafna en ekki til þess að vinna."

"Við erum mjög fúlar en við hugsum um þetta í kvöld og svo bara æfing á morgun og þá hugum við um næsta leik."

Hvað klikkaði hjá FH í dag?

"Talningin. Í byrjun var vitlaus talning, þær ná bara að senda einn bolta inn á miðjuna og þaðan á framherjana sem eru mjög sterkir og þar lentum við bara í einum á móti einum sem er mjög óþægileg staða. En þær gerðu það bara mjög vel og kláruðu færin."

Hvernig er tilfinningin að sjá Þrótt fagna sigri í deildinni?

"Það er mjög leiðinlegt en við þurfum bara að hugsa um næsta leik og getum byggt ofan á þennan seinni hálfleik. Við áttum seinni hálfleikinn en boltinn vildi bara ekki inn. Við byggjum bara á því og hugsum jákvætt og tökum annað sætið í næsta leik."

"Svo bara þegar við mætum þeim í Pepsi á næsta ári þá tökum við þær." sagði Erna með bros á vör."

Viðtalið við Ernu má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner