Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 06. september 2019 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso-kvenna: Fyrsti sigur ÍR í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR 1 - 0 Grindavík
1-0 Anna Bára Másdóttir ('73, víti)

Fyrsti sigur ÍR í sumar kom gegn Grindavík er liðin mættust í Inkasso-deild kvenna í dag.

Þetta var afar mikilvægur leikur fyrir Grindavík sem er í harðri fallbaráttu við Augnablik, ÍA og Fjölni. Breiðholtsstelpur voru hins vegar löngu fallnar, enda aðeins með eitt stig úr fyrstu fimmtán deildarleikjunum.

Staðan var nokkuð jöfn eftir markalausan fyrri hálfleik og komust gestirnir hársbreidd frá því að taka forystuna áður en vítaspyrna var dæmd vegna hendi. Umdeildur dómur þar sem skot Oddnýjar Karólínu Hafsteinsdóttur fór í hendi Sigurbjargar Eiríksdóttur en vítaspyrna dæmd.

Anna Bára Másdóttir skoraði úr spyrnunni og náði að halda markinu hreinu út leikinn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner