Njósnarar Arsenal fylgjast með Yildiz og Chelsea gerði tilboð sem Juventus hafnaði - Reguilon er í viðræðum við Inter Miami
   mán 06. október 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blómstraði aftar á vellinum - „Lætur liðið tikka með gæðum komandi úr eyrunum á sér"
Gylfi og Daníel léku virkilega vel saman á miðjunni fyrir aftan þá Valdimar og Nikolaj Hansen.
Gylfi og Daníel léku virkilega vel saman á miðjunni fyrir aftan þá Valdimar og Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt mjög vaxandi tímabil með Víkingi. Hann náði ekki að sýna sitt besta framan af en eftir því sem leið á mótið fjölgaði mjög góðum leikjum hjá þessum frábæra leikmanni.

Kári Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi, ræddi um Gylfa sem Víkingur keypti af Val snemma á þessu ári.

Hugsaðir þú að þessi gæi gæti verið munurinn á því að vinna titilinn eða ekki?

„Já, auðvitað. Ég veit manna best hvernig leikmaður hann er og hvað hann kemur með að borðinu," segir Kári sem lék með Gylfa í landsliðinu á gullaldarárum þess.

„Ef þú sérð hann vera að djöflast, henda sér í tæklingar, þá getur þú ekki annað en hrifist með honum og gert það sama - lagt þig allan fram í þetta. Gylfi sýndi á tímabilinu að hann langaði þetta virkilega og það fundu allir fyrir því og óumflýgjanlega eltu það allir."

Fótbolti.net ræddi við Kára snemma tímabils eftir erfiða byrjun Gylfa og þá hafði Kári engar áhyggjur af honum.

Funduð þið bara rétt hlutverk fyrir hann?

„Hann byrjaði að spila í þessu 'double-pivot' hlutverki á miðjunni frekar en að framarlega. Eins og allir vita er hann frábær skotmaður en hann var ekki að komast í þær stöður, það var bara verið að „frakka" (maður sem sá eingöngu um að taka hann út) hann allan leikinn. Hann var því ekki að komast í þær stöður sem við vildum fá hann í. Hans kostir eru meira fyrir utan teig, hann er ekki mikið að fara inn í teig og skalla boltann í netið - þó að hann hafi gert það einu sinni eða tvisvar á ferlinum þá er það ekki hans leikur. Eftir að hann fór á miðjuna er ekki verið að gera neina kröfu á að hann skori í hverjum leik, en hann lætur liðið tikka með gæðum komandi úr eyrunum á sér. Hann getur fengið boltann í öllum stöðum og tekur alltaf réttar ákvarðanir, með frábærar sendingar og auga fyrir spili. Það er alveg óhætt að segja að það hafi hentað honum betur."

„Svo er hann vinnuhestur í ofanálag, æðislegur leikmaður að hafa. Mér fannst hann vera spila pínu eins og með landsliðinu og hann er þannig leikmaður að hann kemst ósjálfrátt í þessar stöður í kringum teiginn. Hann þarf í þessari stöðu ekki að hafa áhyggjur af því að það sé einhver andandi ofan í hálsmálið á honum allan tímann því það væri svolítið skrítið fyrir hin liðin að fara dekka bara einhvern miðjumann,"
segir Kári.

Gylfi, sem er 36 ára, var í gær að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum og má nálgast viðtal við hann eftir leikinn hér í fréttinni.
Athugasemdir
banner
banner