Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 06. nóvember 2024 18:00
Elvar Geir Magnússon
Vissi ekki af tilvist liðsins áður en þeir drógust gegn því
Benoit Badiashile, varnarmaður Chelsea, viðurkennir að hafa ekki vitað hvaða lið Noah væri þegar Chelsea dróst gegn því í Sambandsdeildinni. Liðin etja kappi á Stamford Bridge á morgun.

Fyrir lesendur sem ekki vita hvaða lið Noah er þá er það í Armeníu og með því leikur Guðmundur Þórarinsson. Í lok mánaðarins mun Víkingur leika gegn Noah í keppninni.

„Í hreinskilni sagt þá þekki ég ekki þetta lið, en við búum okkur undir að mæta þeim með þjálfarateyminu. Við viljum vinna þessa keppni og vitum að leikurinn á morgun er mikilvægur," segir Badiashile.

Það er mikil samkeppni um sæti í Chelsea liðinu og Badiashile hefur verið geymdur á bekknum í úrvalsdeildinni.

„Auðvitað vill maður spila alla leiki. Ég er ánægður hjá félaginu og vil vera hér áfram. Ég veit að það er erfitt að festa sig í sessi í þessu liði en ég er ákveðinn í að ná því. Enzo Maresca er frábær þjálfari og frábær manneskja. Við erum með sömu sýn á fótboltann."
Athugasemdir
banner