Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mán 06. desember 2021 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr: Hefur blundað í mér að flytja út á land
,,Það er samt desember
Alex Freyr
Alex Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson gekk í raðir ÍBV á dögunum frá KR. Alex er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV krækir í eftir að síðasta tímabili lauk. Fótbolti.net ræddi við Alex í dag og spurði hann út í félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, spennandi að fara aðeins út á land fyrir mig og spennandi að koma í þetta lið. Ég held að við verðum með hörkulið í sumar miðað við metnaðinn," sagði Alex.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Ég átti eitt ár eftir af samningi hjá KR og við vorum búnir að ræða að þetta gæti komið upp og það gerði það. Ég kem til með að flytja til Eyja um leið og það er búið að græja íbúð. Að flytja út á land hefur blundað í mér í smá tíma og konan vill fara út á land líka svo það smellur vel."

Alex gekk í raðir KR frá Víkingi fyrir tímabilið 2019 og spilaði sjö leiki það tímabilið, níu leiki árið 2020 og níu leiki í sumar áður en hann fór á láni til Kórdrengja. Meiðsli hafa sett sitt strik í reikninginn hjá miðjumanninum.

„Skrokkurinn er mjög góður, þessir leikir sem ég fékk í sumar sönnuðu það fyrir mér og hafa bætt ofan á það að ég sé í góðu standi. Það er samt desember, ég er ekki „fully fit" en er mjög góður í skrokknum."

Hvernig líst þér á að vinna með Hermanni Hreiðarssyni?

„Mér líst mjög vel á það, það eru læti og hann er klár í þessu. Hann hefur nokkur ár undir beltinu í bransanum og ég hlakka til að læra af honum."

Alex ræddi um Kórdrengi, KR og aðeins um Víking í vellinum. Þá ræddi hann um leikmenn sem sannfærðu hann um að koma í ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner