Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 06. desember 2021 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Freyr: Hefur blundað í mér að flytja út á land
,,Það er samt desember
Alex Freyr
Alex Freyr
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Freyr Hilmarsson gekk í raðir ÍBV á dögunum frá KR. Alex er fyrsti leikmaðurinn sem ÍBV krækir í eftir að síðasta tímabili lauk. Fótbolti.net ræddi við Alex í dag og spurði hann út í félagaskiptin.

„Mér líst mjög vel á þetta, spennandi að fara aðeins út á land fyrir mig og spennandi að koma í þetta lið. Ég held að við verðum með hörkulið í sumar miðað við metnaðinn," sagði Alex.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

„Ég átti eitt ár eftir af samningi hjá KR og við vorum búnir að ræða að þetta gæti komið upp og það gerði það. Ég kem til með að flytja til Eyja um leið og það er búið að græja íbúð. Að flytja út á land hefur blundað í mér í smá tíma og konan vill fara út á land líka svo það smellur vel."

Alex gekk í raðir KR frá Víkingi fyrir tímabilið 2019 og spilaði sjö leiki það tímabilið, níu leiki árið 2020 og níu leiki í sumar áður en hann fór á láni til Kórdrengja. Meiðsli hafa sett sitt strik í reikninginn hjá miðjumanninum.

„Skrokkurinn er mjög góður, þessir leikir sem ég fékk í sumar sönnuðu það fyrir mér og hafa bætt ofan á það að ég sé í góðu standi. Það er samt desember, ég er ekki „fully fit" en er mjög góður í skrokknum."

Hvernig líst þér á að vinna með Hermanni Hreiðarssyni?

„Mér líst mjög vel á það, það eru læti og hann er klár í þessu. Hann hefur nokkur ár undir beltinu í bransanum og ég hlakka til að læra af honum."

Alex ræddi um Kórdrengi, KR og aðeins um Víking í vellinum. Þá ræddi hann um leikmenn sem sannfærðu hann um að koma í ÍBV.
Athugasemdir