Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. mars 2021 16:02
Aksentije Milisic
Ítalía: AC Milan pressar á granna sína
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þremur leikjum var að ljúka í Serie A deildinni á Ítalíu en nóg af mörkum var skorað.

Hellas Verona og AC Milan áttust við en gestirnir frá Milan þurftu nauðsynlega á sigri að halda ef þeir vildu ekki missa Inter Milan of langt fram úr sér.

Liðið vann öflugan 2-0 útisigur. Rade Krunic gerði fyrra markið en það kom beint úr aukaspyrnu. Lánsmaðurinn frá Manchester United, Diogo Dalot, gulltryggði stigin þrjú í síðari hálfleiknum.

Þá mættust Fiorentina og Parma en bæði lið hafa verið slök í vetur. Parma þurfti að vinna til að nálgast öruggt sæti og náði liðið að komast í 2-3 forystu á 90. mínútu leiksins.

Simone Iacoponi gerði hins vegar sjálfsmark fyrir gestina með lokaspyrnu leiksins og því mjög svekkjandi úrslit fyrir þá. Fiorentina er sex stigum frá fallsæti.

Þá vann botnliðið Crotone góðan sigur á Torino. Torino er nú komið í fallsæti.

Verona 0 - 2 Milan
0-1 Rade Krunic ('27 )
0-2 Diogo Dalot ('50 )

Fiorentina 3 - 3 Parma
1-0 Lucas Martinez ('28 )
1-1 Juraj Kucka ('32 , víti)
2-1 Nikola Milenkovic ('42 )
2-2 Jasmin Kurtic ('72 )
2-3 Valentin Mihaila ('90 )
3-3 Simone Iacoponi ('90 , sjálfsmark)

Crotone 4 - 2 Torino
1-0 Simy ('27 , víti)
1-1 Rolando Mandragora ('45 )
2-1 Simy ('54 )
3-1 Arkadiusz Reca ('80 )
3-2 Antonio Sanabria ('84 )
4-2 Adam Ounas ('90 )
Rautt spjald: Tomas Rincon, Torino ('90)
Athugasemdir
banner
banner