Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fös 07. maí 2021 21:18
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Við erum ekki að dekka okkar menn
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara vonsvikinn mjög vonsvikinn. Þetta var alls ekki nógu gott og langt frá því sem við ætluðum okkur en það sem varð okkur að falli voru þrjú föst leikatriði þar sem að við erum ekki að dekka okkar menn. Ef við gerum það ekki þá er voðinn vís.“
Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV um sín fyrstu viðbrögð eftir 3-1 tap ÍBV gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.-

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Ef mið er tekið af þróun leiksins var leikurinn almennt í miklu jafnvægi en líkt og Helgi sagði hér að ofan voru það föstu leikatriðin sem reyndust gestunum úr Vestmannaeyjum dýr í kvöld og var Helgi langt í frá sáttur með sína menn í þeim.

„Já auðvitað er maður hundsvekktur með þetta. Þetta var í jafnvægi úti á velli en það er bara ekkert spurt að því. Við þurfum að standa okkar plikt varðandi föst leikatriði og eigum að vera með menn til að eiga við það. Því miður þá gekk það ekki í dag en ég trúi því og treysti að leikmenn læri bara af þvi og við allir og lögum það sem fór forgörðum í dag.“

Talsvert hefur verið fjallað um ÍBV að undanförnu vegna málefna sem tengjast fótbolta lítið sem ekkert og er þá átt við brotthvarf Gary Martin frá félaginu. Hafa leikmenn og þeir sem að liðinu standa náð að hrista það mál af sér?

„Við erum ekkert að líta í baksýnisspegilinn. Við erum bara að einbeita okkur að því að verða betri sem lið og einstaklingar og reyna gera okkar allra besta í því. Það sem er búið er búið og við hugsum bara fram á veginn.“

Leikmannahópur ÍBV var þunnskipaður í dag og var bekkurinn ekki fullmannaður. Nú fer að líða að lokum félagaskiptagluggans og var Helgi því spurður hvort Eyjamenn væru með einhverja leikmenn í sigtinu?

„Við erum að skoða okkar möguleika í því. Við erum með fámennann hóp og auðvitað alls ekki nógu gott að vera með 16 manns á skýrslu hér í dag og við þurfum að laga það. Við fáum einhverja menn inn en þetta snýst um að þeir 11 sem eru inn á vellinum séu að standast álagið og því miður þá náðum við því ekki í dag.“
Athugasemdir
banner
banner
banner