Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   fös 07. maí 2021 21:18
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Við erum ekki að dekka okkar menn
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara vonsvikinn mjög vonsvikinn. Þetta var alls ekki nógu gott og langt frá því sem við ætluðum okkur en það sem varð okkur að falli voru þrjú föst leikatriði þar sem að við erum ekki að dekka okkar menn. Ef við gerum það ekki þá er voðinn vís.“
Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV um sín fyrstu viðbrögð eftir 3-1 tap ÍBV gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.-

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Ef mið er tekið af þróun leiksins var leikurinn almennt í miklu jafnvægi en líkt og Helgi sagði hér að ofan voru það föstu leikatriðin sem reyndust gestunum úr Vestmannaeyjum dýr í kvöld og var Helgi langt í frá sáttur með sína menn í þeim.

„Já auðvitað er maður hundsvekktur með þetta. Þetta var í jafnvægi úti á velli en það er bara ekkert spurt að því. Við þurfum að standa okkar plikt varðandi föst leikatriði og eigum að vera með menn til að eiga við það. Því miður þá gekk það ekki í dag en ég trúi því og treysti að leikmenn læri bara af þvi og við allir og lögum það sem fór forgörðum í dag.“

Talsvert hefur verið fjallað um ÍBV að undanförnu vegna málefna sem tengjast fótbolta lítið sem ekkert og er þá átt við brotthvarf Gary Martin frá félaginu. Hafa leikmenn og þeir sem að liðinu standa náð að hrista það mál af sér?

„Við erum ekkert að líta í baksýnisspegilinn. Við erum bara að einbeita okkur að því að verða betri sem lið og einstaklingar og reyna gera okkar allra besta í því. Það sem er búið er búið og við hugsum bara fram á veginn.“

Leikmannahópur ÍBV var þunnskipaður í dag og var bekkurinn ekki fullmannaður. Nú fer að líða að lokum félagaskiptagluggans og var Helgi því spurður hvort Eyjamenn væru með einhverja leikmenn í sigtinu?

„Við erum að skoða okkar möguleika í því. Við erum með fámennann hóp og auðvitað alls ekki nógu gott að vera með 16 manns á skýrslu hér í dag og við þurfum að laga það. Við fáum einhverja menn inn en þetta snýst um að þeir 11 sem eru inn á vellinum séu að standast álagið og því miður þá náðum við því ekki í dag.“
Athugasemdir
banner
banner