Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fös 07. maí 2021 21:18
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Við erum ekki að dekka okkar menn
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara vonsvikinn mjög vonsvikinn. Þetta var alls ekki nógu gott og langt frá því sem við ætluðum okkur en það sem varð okkur að falli voru þrjú föst leikatriði þar sem að við erum ekki að dekka okkar menn. Ef við gerum það ekki þá er voðinn vís.“
Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV um sín fyrstu viðbrögð eftir 3-1 tap ÍBV gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.-

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Ef mið er tekið af þróun leiksins var leikurinn almennt í miklu jafnvægi en líkt og Helgi sagði hér að ofan voru það föstu leikatriðin sem reyndust gestunum úr Vestmannaeyjum dýr í kvöld og var Helgi langt í frá sáttur með sína menn í þeim.

„Já auðvitað er maður hundsvekktur með þetta. Þetta var í jafnvægi úti á velli en það er bara ekkert spurt að því. Við þurfum að standa okkar plikt varðandi föst leikatriði og eigum að vera með menn til að eiga við það. Því miður þá gekk það ekki í dag en ég trúi því og treysti að leikmenn læri bara af þvi og við allir og lögum það sem fór forgörðum í dag.“

Talsvert hefur verið fjallað um ÍBV að undanförnu vegna málefna sem tengjast fótbolta lítið sem ekkert og er þá átt við brotthvarf Gary Martin frá félaginu. Hafa leikmenn og þeir sem að liðinu standa náð að hrista það mál af sér?

„Við erum ekkert að líta í baksýnisspegilinn. Við erum bara að einbeita okkur að því að verða betri sem lið og einstaklingar og reyna gera okkar allra besta í því. Það sem er búið er búið og við hugsum bara fram á veginn.“

Leikmannahópur ÍBV var þunnskipaður í dag og var bekkurinn ekki fullmannaður. Nú fer að líða að lokum félagaskiptagluggans og var Helgi því spurður hvort Eyjamenn væru með einhverja leikmenn í sigtinu?

„Við erum að skoða okkar möguleika í því. Við erum með fámennann hóp og auðvitað alls ekki nógu gott að vera með 16 manns á skýrslu hér í dag og við þurfum að laga það. Við fáum einhverja menn inn en þetta snýst um að þeir 11 sem eru inn á vellinum séu að standast álagið og því miður þá náðum við því ekki í dag.“
Athugasemdir
banner