Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. september 2019 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Kane með 25 mörk í 40 landsleikjum - Slær Messi og Ronaldo við
Harry Kane er kominn með 25 mörk
Harry Kane er kominn með 25 mörk
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji enska landsliðsins, er kominn með 25 mörk í 40 landsleikjum en hann gerði þrennu í 4-0 sigri á Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í kvöld. Tölfræði hans er betri en hjá þeim allra bestu í boltanum.

Þrennan hjá Kane þýðir það að hann er kominn með 25 mörk í 40 landsleikjum en enskir miðlar spá því að hann eigi eftir að slá met Wayne Rooney sem skoraði 53 mörk í 120 landsleikjum áður en hann lagði landsliðsskóna á hilluna.

Kane er nánast kominn hálfa leið en hér fyrir neðan má sjá áhugaverða tölfræði yfir það hvað það tók stærstu stjörnunar marga leiki til að skora 25 mörk.

Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal og franska landsliðsins, þurfti 56 leiki, Robin van Persie 57 leiki og þá þurfti Zlatan Ibrahimovic 65 leiki með sænska landsliðinu.

Tveir allra bestu knattspyrnumenn heims eru svolítið á eftir en Lionel Messi þurfti 70 leiki á meðan Cristiano Ronaldo þurfti 79 leiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner