Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 07. desember 2024 23:04
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Langþráður sigur Roma - Motta sá rautt gegn gömlu lærisveinunum
Roma er komið aftur á sigurbraut
Roma er komið aftur á sigurbraut
Mynd: EPA
Thiago Motta sá rautt
Thiago Motta sá rautt
Mynd: EPA
Ítalska félagið Roma vann góðan og langþráðan 4-1 sigur á Lecce í Seríu A í kvöld.

Rómverjar höfðu tapað síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni og ekki unnið síðan 31. október.

Mikið bras hefur verið á liðinu á tímabilinu. Félagið rak Daniele De Rossi í september og eftirmann hans, Ivan Juric, aðeins tveimur mánuðum síðar.

Claudio Ranieri tók við liðinu af Juric og fagnaði hann sínum fyrsta sigri gegn Lecce. Staðan var 1-1 í hálfleik. Alexis Saelemaekers skoraði á 13. mínútu en Nikola Krstovic jafnaði úr víti áður en hálfleikurinn var úti.

Í síðari hálfleik settu Roma-menn í fimmta gír. Gianluca Mancini skoraði með skalla á 59. mínútu og þá gerði hinn tvítugi Niccolo Pisilli þriðja markið sjö mínútum síðar.

Franski miðjumaðurinn Manu Kone rak síðan smiðshöggið undir lok leiks og Rómverjar aftur komnir á sigurbraut. Roma er í 11. sæti með 16 stig en Lecce í 16. sæti með 13 stig.

Þórir Jóhann Helgason var ónotaður varamaður á bekknum hjá Lecce.

Bologna klúðraði málunum í 2-2 jafntefli gegn Juventus á Allianz-leikvanginum í Tórínó.

Dan Ndoye og Tommaso Pobega komu Bologna í 2-0 í leiknum og það nokkuð sanngjarnt.

Snemma í síðari hálfleiknum fékk Thiago Motta, þjálfari Juventus, tvö gul og þar með rautt. Í atvikinu sést boltinn fara í höfuð dómarans sem reif upp rauða spjaldið, en ekkert mynband hefur þá sýnt það beint að það hafi verið Motta sem gerði það.

Pobega skoraði annað markið stuttu eftir atvikið en Juventus kom til baka og var sterkari aðilinn síðasta hálftímann. Teun Koopmeiners skoraði með góðu skoti úr teignum áður en Samuel Mbangula jafnaði með flottu skoti við vítateigslínuna.

Bologna kastaði sigrinum frá sér og er með 22 s tig í 8. sæti en Juventus í 6. sæti með 27 stig.

Genoa 0 - 0 Torino

Juventus 2 - 2 Bologna
0-1 Dan Ndoye ('30 )
0-2 Tommaso Pobega ('52 )
1-2 Teun Koopmeiners ('62 )
2-2 Samuel Mbangula ('90 )

Roma 4 - 1 Lecce
1-0 Alexis Saelemaekers ('13 )
1-1 Nikola Krstovic ('40 , víti)
2-1 Gianluca Mancini ('59 )
3-1 Niccolo Pisilli ('66 )
4-1 Kouadio Kone ('86 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 22 17 2 3 37 15 +22 53
2 Inter 20 14 5 1 51 18 +33 47
3 Atalanta 22 14 4 4 48 25 +23 46
4 Lazio 21 12 3 6 37 28 +9 39
5 Juventus 22 8 13 1 35 19 +16 37
6 Bologna 21 8 10 3 33 27 +6 34
7 Fiorentina 20 9 6 5 33 21 +12 33
8 Milan 20 8 7 5 29 21 +8 31
9 Roma 21 7 6 8 31 27 +4 27
10 Torino 22 6 8 8 23 26 -3 26
11 Udinese 21 7 5 9 24 32 -8 26
12 Genoa 21 5 8 8 18 30 -12 23
13 Como 22 5 7 10 27 36 -9 22
14 Empoli 22 4 9 9 21 29 -8 21
15 Cagliari 22 5 6 11 23 36 -13 21
16 Parma 21 4 8 9 26 36 -10 20
17 Lecce 21 5 5 11 15 36 -21 20
18 Verona 21 6 1 14 24 47 -23 19
19 Venezia 21 3 6 12 19 34 -15 15
20 Monza 21 2 7 12 20 31 -11 13
Athugasemdir
banner
banner