mið 08. febrúar 2023 22:41
Ívan Guðjón Baldursson
Rashford skoraði í sjötta heimaleiknum í röð
Mynd: EPA

Marcus Rashford skoraði fyrra markið í endurkomu Manchester United gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.


Liðin mættust á Old Trafford og lentu Rauðu djöflarnir tveimur mörkum undir í upphafi síðari hálfleiks en skiptu í kjölfarið um gír.

Rashford leiddi endurkomuna og skoraði hann laglegt skallamark eftir fyrirgjöf frá Diogo Dalot um miðjan síðari hálfleik.

Rashford skoraði þar með í sjötta heimaleiknum í röð í úrvalsdeildinni og er fyrsti leikmaður Man Utd til að gera það síðan Wayne Rooney tókst það fyrir rúmum áratugi.

Það var Jadon Sancho sem kom inn af bekknum gegn Leeds og gerði jöfnunarmarkið.


Athugasemdir
banner