Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   sun 08. mars 2020 14:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Mikkelsen skoraði þrennu gegn Leikni F.
Thomas er með mikið markanef.
Thomas er með mikið markanef.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir F. 1 - 4 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen
0-2 Alexander Helgi Sigurðarson
0-3 Thomas Mikkelsen
0-4 Thomas Mikkelsen
1-4 Mykolas Krasnovskis

Breiðablik mætti í dag Leikni F. í Fjarðabyggðarhöllinni. Leikið var riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins.

Sjá einnig:
Gunnleifur í markinu á Reyðarfirði - Afturhvarf til fortíðar

Breiðablik komst í 0-4 í fyrri hálfleik og var þar Thomas Mikkelsen fremstur í flokki. Mikkelsen skoraði þrennu og Alexander Helgi Sigurðarson skoraði eitt mark.

Leiknismenn minnkuðu muninn um miðjan seinni hálfleikinn og fleiri urðu mörkin ekki, 1-4 lokastaðan. Blikar.is á Twitter segja frá því að Thomas Mikkelsen hafi nú skorað 45 mörk í 50 mótsleikjum fyrir Blika.

Breiðablik er með tólf stig eftir leikina fjóra sem liðið hefur leikið til þessa. Leiknir F. er með eitt stig. KR er í öðru sæti riðilsins og er einnig með fullt hús stiga, KR mætir Leikni R. á þriðjudaginn.
Athugasemdir
banner
banner