Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Stjörnunnar var að vonum svekkt eftir 1-0 tap gegn Breiðablik í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld.
Leikurinn var mjög jafn og lítið var um færi en Blikar náðu að skora eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.
Leikurinn var mjög jafn og lítið var um færi en Blikar náðu að skora eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Stjarnan
„Við misstum hausinn aðeins í lok fyrri hálfleiks, þá fengu þær aukaspyrnu og skora, það var klaufalegt mark sem við fáum á okkur."
„Mér fannst við vel inn í leiknum og þetta hefði alveg eins getað fallið með okkar."
„Við ætluðum að spila okkar bolta, við vitum hvað við erum góðar, okkur tókst bara ekki að skora," sagði Þórdís.
Stöðutaflan
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | |
Athugasemdir























