Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 08. júlí 2024 22:16
Haraldur Örn Haraldsson
Haddi: Við brotnum ekki, við komum enn og aftur til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var nokkuð sáttur með stigið eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika í kvöld.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 KA

„Bara mjög sterkt (jafntefli), og sennilega bara sanngjörn úrslit. FH fá nokkur góð færi og við fáum líka nokkur góð færi í viðbót. Þannig að mjög sterkt stig hér á útivelli á móti bara mjög góðu FH liði. FH eru búnir að vera frábærir og mér finnst þeir spila mjög vel í þeim fótbolta sem þeir gera. Þeir eru góðir í því og að lenda undir hérna í Krikanum og koma til baka, það er mjög gott. Eftir að við jöfnum þá opnast leikurinn aðeins og þá eru það við sem fáum tvö góð færi. Þannig að þetta er sterkt stig á útivelli, mjög ánægður með strákana og bara andlegu hliðina líka. Við brotnum ekki, við komum enn og aftur til baka þannig það er frábært."

Markið sem FH skorar í fyrri hálfleik á að öllum líkindum ekki að vera löglegt. Þar sem Sigurður Bjartur er rangstæður og er í sjónlínu Steinþórs Más markmanns KA þegar það er skorað.

„Ég svo sem hef ekki séð það betur en mínir leikmenn segja að þetta sé ólöglegt, að hann sé fyrir Stubb (Steinþór) og að hann sé rangstæður. Auðvitað er það leiðinlegt, en ég ætla að fókusera frekar á það hvað það var flott að við hefðum komið til baka heldur en þetta. Þetta hefur bara því miður farið framhjá dómurunum."

Ásgeir Sigurgeirsson fær gult spjald rétt áður en KA skorar markið sitt. Það vildu einhverjir meina að hann hefði átt að fá rautt spjald þar en atvikið gerist langt frá boltanum og því fáir sem sáu þetta.

„Boltinn var nefnilega rétt hjá okkur á bekknum, þannig ég veit ekkert hvað gerðist. Þekkjandi Ásgeir þá finnst mér mjög ólíklegt að hann hafi gert eitthvað sem hefði átt að skapa rautt spjald þegar boltinn er langt í burtu. Það væri mjög ólíkt honum, en ég hef ekki séð þetta."

Birgir Baldvinsson og Sveinn Margeir Hauksson verða ekki með KA út tímabilið þar sem þeir fara í Háskóla í Bandaríkjunum seinna á tímabilinu. Leikmannamarkaðurinn fer hinsvegar að opna og Hallgrímur segir að þeir séu byrjaðir að skoða menn.

„Við erum alveg að skoða í kringum okkur, það er ekkert launungamál að við missum tvo mjög sterka leikmennn sem hafa spilað gríðarlega vel fyrir okkur og með mikla hlaupagetu. Sveinn Margeir var frábær í dag. Þannig jú við skoðum þetta en svo er hópurinn okkar líka að styrkjast, nú er Jakob orðinn klár. Hann var með brotinn hryggjalið í vor og Harley farinn að komast í gott stand líka. Þannig hópurinn er að styrkjast, en jú við munum kíkja í kringum okkur."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner