Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. ágúst 2024 13:33
Elvar Geir Magnússon
KR hefur gert tilboð í Guðmund Andra
Guðmundur Andri Tryggvason.
Guðmundur Andri Tryggvason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Líklegt er að sóknarmaðurinn Guðmundur Andri Tryggvason verði seldur frá Val fyrir gluggalok en samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur KR gert tilboð í leikmanninn.

FH og Víkingur hafa einnig sýnt þessum 24 ára leikmanni áhuga.

KR, sem hefur verið að vinna í því að fá uppalda leikmenn heim, hefur mikinn áhuga á því að endurheimta Guðmund Andra.

Guðmundur Andri hefur ekki náð að standa undir væntingum frá komu sinni til Vals en hann var keyptur á háa upphæð frá Start í Noregi vorið 2021. Búist var við talsvert miklu eftir að hann lék virkilega vel með Víkingi tímabilið 2019. Samningur hans við Val rennur út eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner