Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   þri 08. október 2019 17:15
Magnús Már Einarsson
Messi reyndi að bjarga Dembele frá rauðu spjaldi
Lionel Messi reyndi allt sem hann gat til að forða því að Ousmane Dembele yrði rekinn af velli í 4-0 sigrinum á Sevilla um helgina.

Dembele fékk rauða spjaldið undir lok leiks fyrir að segja við dómarann Miguel Antonio Mateu Lahoz að hann væri „mjög vondur."

Messi fór beint til dómarans og sagði að um misskilning að ræða þar sem hinn franski Dembele sé lélegur í spænsku.

Útskýringar Messi dugðu þó skammt og Dembele var rekinn í sturtu á undan liðsfélögum sínum.
Athugasemdir