mið 08. desember 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aspas ætti að fá auka leik í bann og sekt
Iago Aspas.
Iago Aspas.
Mynd: Getty Images
Eins og við sögðum frá í gær, þá fékk Iago Aspas viljandi gult spjald í leik í spænsku úrvalsdeildinni um liðna helgi.

Þegar hann var að fagna marki fann hann fyrir nárameiðslum og reif sig þá skyndilega úr treyjunni. Aspas var meðvitaður um að hann væri einu gulu spjaldi frá því að vera dæmdur í leikbann og fór úr treyjunni til að fá gula spjaldið. Hann vissi að hann yrði hvort sem er ekki leikfær í næsta leik.

Hann hugsaði með sér að það yrði best að taka út leikbanni á meðan hann væri í meiðslunum. Þá kæmi hann til baka með hreinan skjöld eftir meiðslin.

Reglubókin er hins vegar ekki með Aspas í liði. Í reglunum segir að ef leikmaður fær viljandi leikbann fyrir fjölda gulra spjalda, að þá gæti sá leikmaður fengið auka leik í bann og 600 evrur í sekt.

Þó gætu meiðsli Aspas verið það alvarleg að hann missi hvort sem er af tveimur leikjum. Það á eftir að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner