Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 09. apríl 2020 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögusagnir á kreiki en Adrian mjög ánægður hjá Liverpool
Adrian hjálpaði Liverpool að vinna Ofurbikar Evrópu en...
Adrian hjálpaði Liverpool að vinna Ofurbikar Evrópu en...
Mynd: Getty Images
gerði svo slæm mistök gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni.
gerði svo slæm mistök gegn Atletico Madrid í Meistaradeildinni.
Mynd: Getty Images
Sögusagnir eru um að spænski markvörðurinn Adrian sé mögulega á förum frá Liverpool, en hann segist sjálfur vera hæstánægður hjá félaginu.

Adrian var fenginn fyrir yfirstandandi tímabil sem varamarkvörður fyrir Alisson.

Hann hefur væntanlega spilað stærra hlutverk en hann bjóst við þegar hann skrifaði undir. Adrian hefur spilað 18 keppnisleiki á tímabilinu en Alisson hefur nokkuð verið frá vegna meiðsla.

Adrian var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína gegn Atletico í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar áður en hlé var gert á fótbolta í flestöllum deildum í Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann gerðist sekur um skelfileg mistök í leiknum sem varð til þess að Liverpool, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, féll úr leik í Meistaradeildinni.

Það er sagður áhugi á Adrian frá félögum í heimalandi hans, Spáni, en hann kveðst mjög ánægður í Liverpool.

Í viðtali við heimasíðu Liverpool sagði hann: „Ég tók fullkomna ákvörðun á fullkomnum tímapunkti með því að koma hingað. Ég kom til besta liðs í heimi."

„Ég er mjög ánægður að hafa tekið ákvörðunina, að hafa þolinmæðina til að bíða og að vera hérna."

Adrian segist undirbúa sig fyrir alla leiki eins og hann sé að fara að bryja þá, en hann viti það vel að Alisson sé einn besti markvörður í heimi og aðalmarkvörður liðsins.

„Að vera inn í þægindarrammanum er ekki gott fyrir neinn. Þú þarft að bæta þig á hverjum degi og halda áfram að gera þitt besta," segir hinn 33 ára gamli Adrian.
Athugasemdir
banner
banner
banner