Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 09. maí 2021 21:59
Arnar Laufdal Arnarsson
Logi Ólafs: Við erum súrir og svekktir út í sjálfa okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld áttust við FH og Valur í stórleik 2. umferðar Pepsi-Max deildarinnar en þar enduðu leikar 1-1 eftir mörk frá Ágústi Hlynssyni og Sigurði Agli Lárussyni.

"Við erum bara súrir og svekktir út í sjálfa okkur fyrir að hafa ekki klárað þetta í seinni hálfleik eftir að hafa átt frábæran fyrri hálfleik þar sem við vorum að keyra á þá og ætluðum að halda því áfram í seinni hálfleik, við eigum marga möguleika á að gera betur og skora mark, við erum í yfirtölu á móti þeim og því miður þá lánaðist okkur ekki að skora í seinni hálfleik og við missum hér tvö stig" Sagði Logi Ólafsson þjálfari FH í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Valur

Hvernig upplifði Logi spilamennsku FH í seinni hálfleik?

"Mér fannst við þurfa vanda okkur meira og gera betur í slíkum stöðum, kæruleysislegar sendingar sem rata ekki rétta leið og við náum bara ekki að skapa okkur almennileg færi, það er það sem var aðal málið"

Var þetta rautt spjald á Hauk Pál í fyrri hálfleik?

"Já ég held það, þú sparkar ekki í mann undir neinum kringumstæðum alveg sama hvað hann gerir á undan og þeir fengu sitthvorn litinn og ég held að það hafi verið rétt niðurstaða"

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner