Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. ágúst 2022 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Böðvar og Alex Þór fengu stig í toppbaráttunni
Mynd: Trelleborg

Böðvar Böðvarsson og Alex Þór Hauksson spiluðu 90 mínútur í sænsku B-deildinni í dag þar sem bæði Trelleborg og Öster gerðu markalaus jafntefli á útivelli.


Böðvar var í vinstri bakverði hjá Trelleborg sem gerði jafntefli við Utsikten og er með 29 stig eftir 18 umferðir, aðeins fjórum stigum frá Brage í öðru sæti sem gefur þátttökurétt í efstu deild á næsta ári.

Alex Þór var á miðjunni hjá Öster sem tókst ekki að sigra gegn Skovde og eru bæði lið með 30 stig, einu stigi fyrir ofan Bödda og félaga í Trelleborg.

Það eru tólf umferðir eftir af deildartímabilinu og gefur þriðja sæti rétt á umspilsleik við þriðja neðsta sæti efstu deildar. Böðvar og Alex Þór eiga því báðir enn góða möguleika á að komast upp í efstu deild.

Utsikten 0 - 0 Trelleborg

Skovde 0 - 0 Öster

1. Halmstad 41 stig
2. Brage 33 stig 
3. Brommapojkarna 32 stig
4. Öster 30 stig
5. Skovde 30 stig
6. Trelleborg 29 stig
7. Eskilstuna 27 stig
8. Utsikten 25 stig 


Athugasemdir
banner