Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 09. október 2016 21:40
Arnar Daði Arnarsson
Laugardal
Gylfi: Slökktum á þeim í byrjun
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var frábær fyrri hálfleikur. Við unnum alla bolta, skalla í vörninni og á miðjunni. Við hefðum kannski getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik, við fengum færi en þetta var nóg. Við duttum kannski aðeins niður og beittum fleiri skyndisóknum í seinni hálfleik en þetta var eiginlega fullkominn leikur hjá okkur," sagði Gylfi Þór Sigurðsson í viðtal við Fótbolta.net eftir 2-0 sigur á Tyrkjum á heimavelli, í undankeppni fyrir HM.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Tyrkland

Fyrirliði landsliðsins, Aron Einar Gunnarsson var í leikbanni í kvöld og tók Birkir Bjarnason stöðu hans á miðjunni.

„Birkir og Theodór Elmar stóðu sig vel. Það sýnir breiddina í hópnum að þeir leikmenn sem hafa verið fyrir utan og beðið eftir tækifærinu eru meira en nógu góðir til að koma inn í liðið."

„Tíminn í Frakklandi og reynslan og allt það er að haldast í hendur. Við höfum verið lengi saman síðustu fjögur, fimm ár. Mestmegnis sami hópur og kannski erfitt fyrir þjálfarana að breyta um lið. Við höfum verið að bæta okkur mikið en þegar við þurfum að breyta um byrjunarlið eins og í dag og gegn Finnlandi þá eru þeir leikmenn sem hafa verið að bíða, tilbúnir og staðið sig frábærlega," sagði Gylfi sem var ánægður með hvernig íslenska liðið mætti til leiks.

„Við slökktum á þeim í byrjun og við vissum að það væri erfitt fyrir þá að spila, eftir langt ferðalag og erfiðan leik á fimmtudaginn. Veðrið er allt öðruvísi en þeir eru vanir og við reyndum að nýta okkur það," sagði Gylfi.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner