Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 10. febrúar 2020 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona íhugar að fá Luis Suarez
Luis Suarez er frá út tímabilið og því gæti Barcelona fengið kólumbíska Suarez í staðinn
Luis Suarez er frá út tímabilið og því gæti Barcelona fengið kólumbíska Suarez í staðinn
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Barcelona íhugar að fá Luis Suarez til að leysa úrúgvæska nafna sinn af hólmi fyrir síðari hluta leiktíðarinnar en Cadena Sur greinir frá.

Suarez og Ousmane Dembele eru báðir frá út tímabilið og þá ákvað Barcelona að leyfa Abel Ruiz og Carlos Perez að fara annað í janúar en Börsungar eru nú með leyfi til að fá inn framherja á neyðarláni.

Félagið hefur verið að horfa til Willian Jose hjá Real Sociedad og Rodrigo hjá Valencia en nú er kominn annar maður í spilið. Sá heitir Luis Suarez og er samningsbundinn Watford á Englandi.

Suarez er 22 ára gamall Kólumbíumaður en hann er á láni hjá Real Zaragoza frá Watford. Hann hefur gert 14 mörk í spænsku B-deildinni á þessari leiktíð og er Barcelona nú að skoða möguleikann að fá hann frá Watford.

Samkvæmt Cadena Sur hefur Watford ekki áhuga á að senda Suarez til Barcelona en framherjinn á enn eftir að spila fyrir aðallið enska félagsins.
Athugasemdir
banner