fim 10. september 2020 07:30
Victor Pálsson
De Bruyne: Nýttum ekki mistök Liverpool
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester City, viðurkennir að liðið hafi gert of mörg mistök á síðustu leiktíð er liðið hafnaði í öðru sæti deildarinnar.

Liverpool vann að lokum sannfærandi sigur í deildinni eftir að hafa verið einu stigi á eftir City tímabilið áður.

Belginn segir að City hafi spilað glimrandi vel á köflum og að þeir hafi ekki nýtt sér mistök Liverpool inni á milli.

„Fyrir nokkrum árum var Liverpool svo mörgum stigum fyrir aftan okkur en svo minnka þeir bilið," sagði De Bruyne.

„Þetta getur breyst svo hratt og ég held að þú getir aldrei dæmt eitt tímabil bara af stigafjöldanum."

„Oft á þessu ári þá spiluðum við nógu vel en nýttum okkur ekki þeirra mistök og gerðum um leið of mörg mistök. Önnur lið fengu stig og mörk út úr því."

„Það er munurinn. Ég held að það hafi ekki mikið breyst á þessum árum en ef þú gerir of mörg mistök þá taparðu of mörgum stigum."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner