Vitor Roque hefur talað mjög opinskátt um tímann sinn hjá Barcelona en honum leið ansi illa þar sem hann fékk ekki þau tækifæri sem hann vildi.
Hann gekk til liðs við félagið í janúar og fékk fá tækifæri undir stjórn Xavi. Þá spilaði hann lítið á undirbúningstímabilinu undir stjórn Hansi Flick og var lánaður til Real Betis.
Hann var með U20 ára liði Brasilíu sem mætti Mexíkó í tveimur æfingaleikjum á undanförnum dögum. Hann skoraði tvennu í 3-2 sigri í seinni leiknum á sunnudaginn.
„Ég hef ekki hlegið í 6-7 mánuði. Ég verð að þakka öllum hjá brasilíska landsliðinu sem hafa verið hérna þessa vikuna að ég get lifað. Þeetta var stuttur tími en ég gerði allt sem ég gat, ég grínaðist og naut mín, sem er það mikilvægasta og þegar það kom að leiknum þá skoraði ég," sagði Roque.