Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   mán 11. júlí 2016 22:01
Jóhann Ingi Hafþórsson
Kópavogsvelli
Arnar: Nokkuð viss um að Árni Vill hefði nýtt eitthvað af þessu
Hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá Blikum í dag.
Hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá Blikum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að setja boltann í netið, það var númer 1,2,3 og 4 og svo að koma í veg fyrir þetta mark sem við fáum á okkur," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks um það sem klikkaði í leik sinna manna í 1-0 tapi gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 ÍA

Nú er tæpur mánuður liðinn síðan Breiðablik vann síðast leik og datt liðið úr Evrópudeildinni og bikarnum hér heima með stuttu millibili.

„Ég hef séð skemmtilegri tíma og ég er viss um að leikmennirnir hafa séð skemmtilegri tíma. Það leiðinlegasta sem þú gerir er að tapa knattspyrnuleikjum og tala nú ekki um þegar menn eru klaufar. Við höfum verið sjálfum okkar verstir."

Breiðablik hefur gengið illa að skora í sumar en Árni Vilhjálmsson er á leiðinni til félagsins. Arnar segir hann líklegan til að gera betur en framherjar hans gerðu í dag.

„Það hefði verið gott að hafa hann í liðinu, ég er nokkuð viss um að hann hefði nýtt eitthvað þarna."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner