fim 11. júlí 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
4. deild: KFR vann átján marka sigur á Kóngunum
Björninn áfram með fullt hús - Kría náði í gott stig gegn Elliða
Eiríkur Kúld skoraði fyrra mark ÍH gegn Afríku.
Eiríkur Kúld skoraði fyrra mark ÍH gegn Afríku.
Mynd: Fótbolti.net
Fimm leikir fóru fram í gærkvöldi í 4. deild karla.

A-riðill
Björninn 4-0 SR
1-0 Geraldo Poli ('43)
2-0 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('51)
3-0 Bergur Garðar Bergsson Sandholt ('74)
4-0 Aron Már Þórðarson ('90+2)

Einn leikur fór fram í A-riðlinum í gær. Björninn mætti SR á Fjölnisvelli. Björninn var fyrir leikinn með fullt hús stiga eftir átta umferðir og hélt uppteknum hætti með 4-0 sigri á SR. Björninn er með 27 stig og SR hefur 11 stig í 5. sæti riðilsins.

B-riðill
Í B-riðli fóru fram tveir leikir. Hvíti riddarinn vann 5-1 sigur á Úlfunum á Varmárvelli og ÍH sigraði Afríku á Leiknisvelli eftir að hafa lent undir. Sigurmarkið kom á 90. mínútu leiksins. Mark Afríku var þeirra annað mark í sumar.

Hvíti er með 22 stig eftir níu leiki. Liðið er á toppi deildarinnar, með betri markatölu heldur en Snæfell sem á leik til góða. Úlfarnir eru í 4. sæti með 12 stig, ÍH hefur níu stig í 6. sæti og Afríka er á botninum án stiga.

Hvíti riddarinn 5-1 Úlfarnir
1-0 Guðbjörn Smári Birgisson ('4)
2-0 Wentzel Steinarr R Kamban ('10)
3-0 Birgir Freyr Ragnarsson ('54)
4-0 Gunnar Andri Pétursson ('55)
4-1 Baldvin Freyr Björgvinsson ('73)
5-1 Eiríkur Þór Bjarkason ('81)

Afríka 1-2 ÍH
1-0 Alessandro Dias Bandeira ('21)
1-1 Eiríkur Viljar H Kúld ('33)
1-2 Vignir Þór Bollason ('90)

D-riðill
Í D-riðli fóru fram tveir leikur og þar litu dagsins ljós stærstu úrslit kvöldsins. KFR, sem hafði fyrir gærkvöldið skorað 16 mörk í sjö leikjum, skoraði 18 mörk gegn Kóngunum.

Kóngarnir eru með markatölun 4:94 eftir átta umferðir. Í sama riðli gerði Kría jafntefli við Elliða sem tók stigið eftir að hafa lent undir og fór á toppinn.

KFR 18-0 Kóngarnir
Markaskorarar KFR: Ævar Már Viktorsson x4, Guðmundur Gunnar Guðmundsson x4, Sjálfsmörk x3, Helgi Ármansson x2, Reynir Óskarsson x2, Hjörvar Sigurðsson x2 og Jóhann Gunnar Böðvarsson

Elliði 1-1 Kría
0-1 Jóhannes Hilmarsson ('62)
1-1 Óðinn Arnarsson ('69)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner