Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   lau 11. júlí 2020 17:00
Sigurður Marteinsson
Siggi Höskulds: Ótrúlega, ótrúlega ánægður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir mætti Fram í Safamýri í dag í 5. umferð Lengjudeildar karla og unnu góðan sigur á heimamönnum , 2-5. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var virkilega sáttur með sigurinn.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Ótrúlega, ótrúlega ánægður með þennan sigur, þetta var virkilega, virkilega sterkur sigur hjá okkur''.

Leiknismenn töpuðu á heimavelli fyrir ÍBV í síðustu umferð og mikið var rætt og ritað eftir þann leik, sérstaklega um þriðja mark ÍBV sem Gary Martin skoraði greinilega með hendinni. Svona spilamennska eins og í dag er væntanlega besta leiðin til að setja þann leik í baksýnispegilinn?

„Fyrsta verkefni var að koma rétt stemmdir inn í þetta eftir síðasta leik og mér fannst við gera það frábærlega''.

Vuk Oskar Dimitrijevic var algjörlega frábær í dag, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Sigurður tók undir það að hann væri frábær leikmaður en hrósaði einnig allri framlínu sinni og liðsheild.

„Já, frábær leikmaður og við erum með frábæra framlínu og það er ekki bara hann. Þótt Sævar sé bara kominn með eitt mark er hann búinn að vera geggjaður, Máni er búinn að vera geggjaður, Sólon er búinn að vera frábær''.

Leiknir mætir Magna í næstu umferð en þeir hafa byrjað tímabilið afar illa. Það er þó lítil hætta á því að það verði eitthvað vanmat í gangi hjá Leiknismönnum.

„Nei nei sko, það er ótrúlega mikilvægt að við núna höldum þessu tempói í okkar leik áfram og byggjum ofan á þetta. Við erum ánægðir í dag en það er rosalega stutt á milli í þessu''.


Athugasemdir