Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
banner
   lau 11. júlí 2020 17:00
Sigurður Marteinsson
Siggi Höskulds: Ótrúlega, ótrúlega ánægður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir mætti Fram í Safamýri í dag í 5. umferð Lengjudeildar karla og unnu góðan sigur á heimamönnum , 2-5. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var virkilega sáttur með sigurinn.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Ótrúlega, ótrúlega ánægður með þennan sigur, þetta var virkilega, virkilega sterkur sigur hjá okkur''.

Leiknismenn töpuðu á heimavelli fyrir ÍBV í síðustu umferð og mikið var rætt og ritað eftir þann leik, sérstaklega um þriðja mark ÍBV sem Gary Martin skoraði greinilega með hendinni. Svona spilamennska eins og í dag er væntanlega besta leiðin til að setja þann leik í baksýnispegilinn?

„Fyrsta verkefni var að koma rétt stemmdir inn í þetta eftir síðasta leik og mér fannst við gera það frábærlega''.

Vuk Oskar Dimitrijevic var algjörlega frábær í dag, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Sigurður tók undir það að hann væri frábær leikmaður en hrósaði einnig allri framlínu sinni og liðsheild.

„Já, frábær leikmaður og við erum með frábæra framlínu og það er ekki bara hann. Þótt Sævar sé bara kominn með eitt mark er hann búinn að vera geggjaður, Máni er búinn að vera geggjaður, Sólon er búinn að vera frábær''.

Leiknir mætir Magna í næstu umferð en þeir hafa byrjað tímabilið afar illa. Það er þó lítil hætta á því að það verði eitthvað vanmat í gangi hjá Leiknismönnum.

„Nei nei sko, það er ótrúlega mikilvægt að við núna höldum þessu tempói í okkar leik áfram og byggjum ofan á þetta. Við erum ánægðir í dag en það er rosalega stutt á milli í þessu''.


Athugasemdir
banner
banner