Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   lau 11. júlí 2020 17:00
Sigurður Marteinsson
Siggi Höskulds: Ótrúlega, ótrúlega ánægður
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir mætti Fram í Safamýri í dag í 5. umferð Lengjudeildar karla og unnu góðan sigur á heimamönnum , 2-5. Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis var virkilega sáttur með sigurinn.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  5 Leiknir R.

„Ótrúlega, ótrúlega ánægður með þennan sigur, þetta var virkilega, virkilega sterkur sigur hjá okkur''.

Leiknismenn töpuðu á heimavelli fyrir ÍBV í síðustu umferð og mikið var rætt og ritað eftir þann leik, sérstaklega um þriðja mark ÍBV sem Gary Martin skoraði greinilega með hendinni. Svona spilamennska eins og í dag er væntanlega besta leiðin til að setja þann leik í baksýnispegilinn?

„Fyrsta verkefni var að koma rétt stemmdir inn í þetta eftir síðasta leik og mér fannst við gera það frábærlega''.

Vuk Oskar Dimitrijevic var algjörlega frábær í dag, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Sigurður tók undir það að hann væri frábær leikmaður en hrósaði einnig allri framlínu sinni og liðsheild.

„Já, frábær leikmaður og við erum með frábæra framlínu og það er ekki bara hann. Þótt Sævar sé bara kominn með eitt mark er hann búinn að vera geggjaður, Máni er búinn að vera geggjaður, Sólon er búinn að vera frábær''.

Leiknir mætir Magna í næstu umferð en þeir hafa byrjað tímabilið afar illa. Það er þó lítil hætta á því að það verði eitthvað vanmat í gangi hjá Leiknismönnum.

„Nei nei sko, það er ótrúlega mikilvægt að við núna höldum þessu tempói í okkar leik áfram og byggjum ofan á þetta. Við erum ánægðir í dag en það er rosalega stutt á milli í þessu''.


Athugasemdir
banner