De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 11. júlí 2024 22:28
Sverrir Örn Einarsson
Chris Brazell mjög ósáttur við spurningu fréttaritara
Lengjudeildin
Fátt gengur upp hjá Chris Brazell og Gróttu þessa daganna
Fátt gengur upp hjá Chris Brazell og Gróttu þessa daganna
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Chris Brazell þjálfari Gróttu var að vonum svekktur er hann mætti í viðtal við Fótbolta.net að loknum leik Keflavíkur og Gróttu í kvöld. 2-1 tap Gróttu gerði töpin alls sex í röð hjá Gróttu sem er tilfinning sem illa venst. Chris var ekki að flækja hlutina og sagði sem rétt er.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 Grótta

„Það er aldrei gott að tapa og er bara sársaukafullt,“

Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik heilt yfir þar sem Grótta komst þó yfir gaf liðið mikið eftir í þeim síðari sem Keflvíkingar nýttu sér til hins ítrasta og tryggðu sér sigur. Hvað olli?

„Ef ég vissi svarið við þeirri milljón dollara spurningu. Í fyrri hálfleik og ég held að andstæðingurinn geti verið sammála vorum við líklega betra liðið. Stjórnuðum leiknum, skoruðum mark og hefðum að minnsta kosti átt að skapa fleiri færi, En í síðari hálfleik þá gáfum við eftir. Ég held að eins og gengi okkar hefur verið þá sé það alltaf erfitt að vinna leiki að því leiti að það er sálfræðiþáttur að baki. Við höfum verið í forystu í leikjum að undanförnu og kastað því frá okkur í síðustu fjórum leikjum og tapað. Það auðvelda að gera er að reyna að tryggja að í næsta leik þegar við fáum tækifæri til að koma þessu frá okkur og það munum við reyna að gera.“

Eftir jafn erfitt gengi og Grótta hefur upplifað að undanförnu er engin efi farinn að setjast í þjálfara og leikmenn?

„Það er alltaf efi. Efi er hluti af lífinu og ég held að þú getir spurt hvaða þjálfara sem er og auðvitað hafa þeir efasemdir og slíkt hið sama gildir um leikmenn. Það er ótti, efi og áhyggjur sem er eðlilegt fyrir alla hvort heldur í íþróttum eða lífinu almennt. Þetta snýst samt um hvernig þú tekst á við það og það góða við það er að þú færð tækifæri til að vera hugrakkur. Mér fannst við vera það í dag sem er allt sem við getum reynt að vera.“

Líkt og fyrr segir hefur gengi Gróttu að undanförnu verið erfitt og langt er um liðið síðan liðið fagnaði stigi og hvað þá sigri. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvort að Chris væri enn fullur sjálfstrausts á eigin getu til þess að snúa gengi liðsins við? Spurning sem vægast sagt var þjálfara Gróttu ekki að skapi.

„Ef ég væri það ekki þá væri ég ekki hér. Til að vera hreinskilinn þá virði ég ekki þessa spurningu þína. Ég er klárlega öruggur á eigin getu þó allir efist. Ef þú vilt spyrja betri spurninga þá endilega því ég hef ekki áhuga á að svara spurningum sem þessum.“

Sagði Chris en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner