Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í hjarta varnarinnar er Panathinaikos mætti Slavia Prag í forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Andraz Sporar gerði eina mark Panathinaikos í nokkuð lokuðum leik þar sem gestirnir frá Prag vörðust vel og gáfu fá færi á sér.
Hörður og félagar höfðu tapað fyrri leiknum 2-0 úti í Tékklandi og lögðu því allt í sóknarleikinn þegar komið var í uppbótartíma. Þetta nýttu gestirnir sér til þess að skora jöfnunarmark og gera út um viðureignina.
Panathinaikos 1 - 1 Slavia Prag (1-3 samanlagt)
1-0 Andraz Sporar ('58)
1-1 Vaclav Jurecka ('94)
Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði þá í fremstu víglínu er Lilleström heimsótti Antwerp til Belgíu.
Norðmennirnir áttu aldrei möguleika eftir 1-3 tap í fyrri leiknum á heimavelli og voru Belgarnir við stjórn í dag. Antwerp vann seinni leikinn 2-0 og fékk Hólmbert að spila fyrstu 65 mínúturnar.
Bæði Panathinaikos og Lilleström eru því úr leik í Evrópu.
Antwerp 2 - 0 Lilleström (5-1 samanlagt)
Djurgården 3 - 1 Sepsi (6-2 samanlagt)
Twente 4 - 1 Cukaricki (7-2 samanlagt)