Daníel Tristan Guðjohnsen hefur ekki verið í hópnum hjá sænska liðinu Malmö frá því í æfingaleik gegn Lyngby í júní. Þá lék hann síðustu mínútur leiksins.
Hann er í leit að meistaraflokksmínútum og sér hann tækifæri til þess annars staðar. Dönsk félög hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir og eru Lyngby og Álaborg á meðal þeirra, bæði lið leika í efstu deild í Danmörku. Sævar Atli Magnúson og Kolbeinn Finnsson leika með Lyngby og Nóel Atli Arnórsson, jafnaldri Daníels, er leikmaður Álaborgar.
Hann er í leit að meistaraflokksmínútum og sér hann tækifæri til þess annars staðar. Dönsk félög hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir og eru Lyngby og Álaborg á meðal þeirra, bæði lið leika í efstu deild í Danmörku. Sævar Atli Magnúson og Kolbeinn Finnsson leika með Lyngby og Nóel Atli Arnórsson, jafnaldri Daníels, er leikmaður Álaborgar.
Daníel Tristan er bróðir Andra Lucasar sem fór á láni frá Norrköping til Lyngby á síðasta tímabili og sprakk út, lék virkilega vel, raðaði inn mörkum og var að lokum keyptur til Lyngby og svo keyptur áfram til Gent í Belgíu.
Daníel er átján ára sóknarmaður sem er samningsbundinn er Malmö út næsta ár. Hann er uppalinn hjá Barcelona og Real Madrid en hélt til Svíþjóðar í lok sumars 2022.
Hann á að baki tólf leiki fyrir yngri landslið Íslands. Meiðsli seinni hluta síðasta tímabils komu í veg fyrir að landsleikirnir yrðu enn fleiri og þá var honum meinað að fara með U19 landsliðinu á lokamót EM í fyrra þar sem hann var orðinn hluti af aðalliðshópi sænska stórliðsins.
Lið í ???????? Superliga hafa áhuga á að fá Daníel Tristan Guðjohnsen frá Malmö
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) August 9, 2024
Daníel vil sjálfur fá mínútur til að þróast sem leikmaður og eru miklar líkur á að hann endi í ????????.
Hann myndi þá taka sama skref og Andri Lucas bróðir hans. Sem fór til ???????? til að fá mínútur og bæta sig. pic.twitter.com/3S1jkYcFMK
Athugasemdir