Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   þri 11. nóvember 2014 16:56
Magnús Már Einarsson
skrifar frá Brussel
Raggi Sig: Vona að ég komi mér aftur í liðið sem fyrst
Icelandair
Ragnar í viðtali á hóteli landsliðsins í dag.
Ragnar í viðtali á hóteli landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður íslenska landsliðsins, segir mikla tilhlökkun fyrir leiki Íslands gegn Belgíu og Tékklandi.

„Belgía er með mjög sterkt lið og ég hef aldrei spilað á móti Belgum áður svo þetta verður bara gaman. Þjálfararnir voru að tala um að Belgar spili svipað og Tékkarnir svo þetta verður góð reynsla fyrir þann leik," sagði Ragnar við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Belgíu.

Það hefur gengið upp og ofan hjá Krasnodar, liði Ragnars, í rússnesku deildinni að undanförnu.

„Við höfum spilað mjög marga leiki og menn eru þreyttir. Svo höfum við verið að mæta mjög sterkum liðum í Evrópudeildinni. Það er gaman að taka þátt í Evrópukeppninni," segir Ragnar sem var ekki í liðinu í síðasta leik.

„Ég á eftir að sjá hver mín staða er í liðinu þegar ég kem til baka. Ég var tekinn úr liðinu í síðasta leik en ég vona að þetta vari ekki lengi. Ég held að þjálfarinn hafi ennþá trú á mér."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner