Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 11. nóvember 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðrún framlengir við Rosengård - „Það er engin tilviljun"
Guðrún Arnardóttir.
Guðrún Arnardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir, einn besti varnarmaður sænsku úrvalsdeildarinnar, hefur framlengt samning sinn við Rosengård.

Guðrún, sem er 27 ára gömul, hefur skrifað undir samning við Rosengård til ársins 2025.

Guðrún átti mjög gott tímabil með Rosengård sem varð sænskur meistari. Hún hefur núna orðið meistari í Svíþjóð tvisvar sinnum í röð. Hefur hún spilað stórt hlutverk í báðum titlum.

„Ég er stolt að vera hjá félagi sem er með svona mikinn metnað," segir Guðrún.

Therese Sjögran, yfirmaður fótboltamála hjá Rosengård, fagnar þessum tíðindum og segir:

„Það er engin tilviljun að Guðrún hafi spilað flestar mínútur fyrir okkur á þessu tímabili. Hún leggur mikið á sig, er með öflugt hugarfar og er með mikið sjálfstraust. Guðrún hefur verið mikilvæg fyrir okkar lið frá því hún kom hingað og hún verður áfram mikilvæg," segir Sjögran.
Athugasemdir
banner
banner