Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. janúar 2021 12:50
Elvar Geir Magnússon
Hvernig hefur lánsmönnunum frá Liverpool vegnað?
Harvey Elliott hefur staðið sig vel hjá Blackburn.
Harvey Elliott hefur staðið sig vel hjá Blackburn.
Mynd: Getty Images
Harry Wilson er nú hjá Cardiff.
Harry Wilson er nú hjá Cardiff.
Mynd: Getty Images
Lánssamningur Woodburn er að renna út.
Lánssamningur Woodburn er að renna út.
Mynd: Getty Images
Marko Grujic er nú á láni í Portúgal.
Marko Grujic er nú á láni í Portúgal.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn Kamil Grabara.
Markvörðurinn Kamil Grabara.
Mynd: Getty Images
Loris Karius er á bekknum í Berlín.
Loris Karius er á bekknum í Berlín.
Mynd: EPA
Taiwo Awoniyi.
Taiwo Awoniyi.
Mynd: Getty Images
Átta leikmenn Liverpool hafa verið fyrri hluta tímabils á lánssamningum hjá öðrum félögum. Þeim hefur vegnað misvel eins og gengur og gerist.

Ungir leikmenn á borð við Harvey Elliott og Kamil Grabara hafa farið á lán til að fá fleiri spilmínútur og þróast sem leikmenn. Þá hafa leikmenn eins og Ben Woodburn og Harry Wilson farið á lán í þeirri von að geta sýnt Jurgen Klopp að þeir eigi skilið að vera hluti af aðalliðshópnum á Anfield.

Mirror tók saman hvernig lánsmönnunum frá Liverpool hefur vegnað og er þessi grein þýðing á þeirri samantekt.

Harvey Elliott (Blackburn)
Eftir komu Diogo Jota harðnaði samkeppnin í sóknarlínu Liverpool og Harvey Elliott fór á lán til Blackburn Rovers. Elliott hefur spilað lykilhlutverk með Blackburn sem er um miðja Championship-deildina.

Þessi 17 ára vængmaður hefur byrjað 17 af síðustu 18 deildarleikjum Rovers. Hann hefur verið notaður á báðum köntum og einnig sem sóknarmiðjumaður. Hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins.

Spennandi verður að sjá hvernig málin þróast hjá ungstirninu þegar hann snýr aftur á Anfield eftir tímabilið.

Harry Wilson (Cardiff)
Hefur verið hjá Liverpool í meira en fimmtán ár og stuðningsmenn liðsins hafa fylgst vel með þróun hans. En hann er nú 23 ára og tíminn að renna út fyrir velska landsliðsmanninn til að sannfæra Jurgen Klopp um að hann eigi skilið að spila fyrir Englandsmeistarana.

Wilson náði sér ekki á strik þegar Liverpool tapaði fyrir Arsenal í fjórðu umferð deildabikarsins og gekk í raðir Cardiff á lánssamningi. Hann hefur verið notaður í ýmsum sóknarhlutverkum hjá Cardiff og sýnt flotta spilamennsku í Championship-deildinni.

Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-2 sigri gegn Birmingham í desember. Hann hefur komið að átta mörkum í sautján leikjum. Þetta er í fimmta sinn sem hann fer á lán og fróðlegt að sjá hvort Wilson hafi gert nóg til að vera í plönum Klopp.

Ben Woodburn (Blackpool)
Líkt og Wilson þá hefur Woodburn verið lánaður hingað og þangað, til dæmist til Sheffield United og Oxford United. Klukkan tifar á ferli hans á Anfield.

Hann byrjaði tímabilið á því að leika fyrir varaliðið áður en Neil Critchley, fyrrum varaliðsþjálfari Liverpool og nú stjóri Blackpool, fékk hann til sín í C-deildina. Lánssamningurinn er til 17. janúar.

Þessi 21 árs leikmaður byrjaði tvo fyrstu leikina eftir komu sína en hefur ekki fengið mikinn spiltíma síðan hann greindist með Covid-19. Hann var á bekknum þegar Blackpool kom á óvart gegn West Brom í þriðju umferð FA-bikarsins.

Útlit er fyrir að Woodburn snúi aftur í varaliðið hjá Liverpool þegar lánssamningnum lýkur.

Marko Grujic (Porto)
Grujic var keyptur til Liverpool í janúar 2016 fyrir yfir 5 milljónir punda en Real Madrid og Barcelona höfðu einnig sýnt þessum leikmanni Rauðu stjörnunnar áhuga.

Ferill Grujic hjá Liverpool hefur einkennst af lánssamningum frá félaginu. Hann var strax lánaður aftur til Belgrad, fór svo til Cardiff í hálft tímabil og var tvö ár hjá Hertha Berlín.

Eftir að hafa spilað tvívegis fyrir Liverpool í deildabikarnum gekk Grujic í raðir Porto á lánssamningi út tímabilið fyrir eina milljón punda í október. Grujic verður á láni út tímabilið.

Þessi 24 ára leikmaður hefur spilað sjö deildarleiki fyrir portúgölsku meistarana en aðeins verið tvisvar í byrjunarliðinu. Þá hefur serbneski landsliðiðsmaðurinn spilað fjóra leiki í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fékk rautt gegn Marseille.

Grujic þarf að spila betur seinni hluta tímabilsins til að eiga von um að komast loksins inn í áætlanir Liverpool.

Kamil Grabara (AGF)
Þessi 21 árs markvörður Kamil Grabara kom í akademíu Liverpool 2016 fyrir 250 þúsund pund frá Ruch Chorzow í heimalandinu Póllandi.

Hefur ekki spilað fyrir aðallið Liverpool en hefur verið á bekknum í bikarleikjum. Hann spilaði 28 leiki fyrir Huddersfield í Championship-deildinni á lánssamningi 2019/20.

Í september var hann lánaður til AGF í Danmörku út tímabilið en hann lék vel fyrir liðið snemma árs 2019. Hann hefur fengið á sig 14 mörk í 12 leikjum og haldið marki sínu hreinu þrívegis.

Loris Karius (Union Berlin)
Enn og aftur er Loris Karius í brasi, að þessu sinni með Union Berlin í Þýskalandi. Hann hefur aðeins spilað einn leik fyrir liðið, hann fékk á sig þrjú mörk þegar Union kvaddi þýska bikarinn með því að tapa fyrir B-deildarliðinu Paderborn í desember.

Vangaveltur voru um hvort þýska félagið myndi rifta lánssamningnum.

Karius var áður á láni hjá Besiktas en dvöl hans endaði á slæman hátt og samningi hans var rift. Hann er nú 27 ára og eru 18 mánuðir eftir af samningi hans við Liverpool. Félagið mun væntanlega reyna að losa sig við hann á komandi sumri.

Taiwo Awoniyi (Union Berlin)
Sóknarmaðurinn Taiwo Awoniyi er einnig hjá Union Berlin. Hann er 23 ára gekk í raðir Liverpool 2015. Hann er á sjöundu lánsdvöl sinni frá Anfield.

Awoniy fór hægt af stað hjá Union Berlin og var notaður sem varamaður til að byrja með. En síðustu vikur hefur hann verið á flugi og skorað fimm mörk í síðustu átta leikjum sínum í þýsku Bundesligunni. Á þeim kafla hefur hann einnig átt tvær stoðsendingar.

Awoniyi skoraði í óvæntum sigri Union gegn Borussia Dortmund en Berlínarliðið er nú í fimmta sæti. Hann skoraði aðeins eitt mark í tólf leikjum fyrir Mainz á síðasta tímabili en á þessu tímabili hefur hann leikið mjög vel.

Sheyi Ojo (Cardiff)
Ojo er 23 ára og hefur líka farið oft á lán frá Liverpool. Hann kom í akademíu Liverpool 2011 og hefur spilað þrettán aðalliðsleiki fyrir félagið. Hann skoraði gegn Exeter í bikarleik í janúar 2016.

Þessi fyrrum unglingalandsliðsmaður Englands hefur farið á lán til Wigan, Wolves, Fulham, Reims, Rangers og svo til Cardiff City í september Hann er með þrjú mörk og fimm stoðsendingar í Championship-deildinni.


Sheyi Ojo
Athugasemdir
banner
banner
banner