Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
   fös 13. júní 2025 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugvöllum
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hausverkur en jákvæður hausverkur. Það er alltaf erfitt að velja hóp en það er extra álag á því að velja lokahóp fyrir stórmót. Það er ákveðinn léttir að vera búinn að þessu," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net, í höfuðstöðvum Icelandair í dag.

Þorsteinn tilkynnti í dag um lokahóp sinn fyrir EM í Sviss sem hefst í næsta mánuði.

„Það hefur slatti sem við höfum þurft að hugsa um, eins og til dæmis meiðsli leikmanna og þær sem eru að koma til baka úr meiðslum. Við höfum fylgst vel með því. Við tókum eins vel ígrundaða ákvörðun og hægt var miðað við stöðu leikmannahópsins."

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður RB Leipzig, meiddist í síðasta landsliðsglugga og þurfti að draga sig úr hópnum. Hún kemst ekki með á mótið vegna þessara meiðsla og er það grátlegt fyrir hana þar sem hún hefur átt fast sæti í hópnum undanfarna mánuði.

„Við ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun, að hún yrði ekki með. Eftir samtöl við sjúkraþjálfara hér úti og sjúkraþjálfara hér heima, og eftir skoðun sem hún fór í morgun þá var ákveðið að þetta væri ekki gerlegt. Það var bara niðurstaðan og leiðinlegt fyrir okkur því Emilía hefur verið flottur leikmaður fyrir okkur," sagði Steini.

Emilía hefði verið á leið á sitt fyrsta stórmót fyrir Ísland. „Þetta er erfiðast fyrir hana sjálfa að upplifa það að missa af stórmóti. Þetta eru vonbrigði fyrir okkur en klárlega erfiðast fyrir hana að sjá þetta hverfa í dag. Síðustu orðin mín við hana voru: 'Þú kemur okkur á HM'."

Allt viðtalið, sem er tæplega átta mínútna langt, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner