Chelsea skoðar Donnarumma - Newcastle endurvekur áhuga sinn á Ekitike - Douglas Luiz til West Ham?
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   fös 13. júní 2025 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugvöllum
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hausverkur en jákvæður hausverkur. Það er alltaf erfitt að velja hóp en það er extra álag á því að velja lokahóp fyrir stórmót. Það er ákveðinn léttir að vera búinn að þessu," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net, í höfuðstöðvum Icelandair í dag.

Þorsteinn tilkynnti í dag um lokahóp sinn fyrir EM í Sviss sem hefst í næsta mánuði.

„Það hefur slatti sem við höfum þurft að hugsa um, eins og til dæmis meiðsli leikmanna og þær sem eru að koma til baka úr meiðslum. Við höfum fylgst vel með því. Við tókum eins vel ígrundaða ákvörðun og hægt var miðað við stöðu leikmannahópsins."

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður RB Leipzig, meiddist í síðasta landsliðsglugga og þurfti að draga sig úr hópnum. Hún kemst ekki með á mótið vegna þessara meiðsla og er það grátlegt fyrir hana þar sem hún hefur átt fast sæti í hópnum undanfarna mánuði.

„Við ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun, að hún yrði ekki með. Eftir samtöl við sjúkraþjálfara hér úti og sjúkraþjálfara hér heima, og eftir skoðun sem hún fór í morgun þá var ákveðið að þetta væri ekki gerlegt. Það var bara niðurstaðan og leiðinlegt fyrir okkur því Emilía hefur verið flottur leikmaður fyrir okkur," sagði Steini.

Emilía hefði verið á leið á sitt fyrsta stórmót fyrir Ísland. „Þetta er erfiðast fyrir hana sjálfa að upplifa það að missa af stórmóti. Þetta eru vonbrigði fyrir okkur en klárlega erfiðast fyrir hana að sjá þetta hverfa í dag. Síðustu orðin mín við hana voru: 'Þú kemur okkur á HM'."

Allt viðtalið, sem er tæplega átta mínútna langt, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner