Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 13. júní 2025 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Flugvöllum
„Ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun"
Icelandair
EM KVK 2025
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hausverkur en jákvæður hausverkur. Það er alltaf erfitt að velja hóp en það er extra álag á því að velja lokahóp fyrir stórmót. Það er ákveðinn léttir að vera búinn að þessu," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, við Fótbolta.net, í höfuðstöðvum Icelandair í dag.

Þorsteinn tilkynnti í dag um lokahóp sinn fyrir EM í Sviss sem hefst í næsta mánuði.

„Það hefur slatti sem við höfum þurft að hugsa um, eins og til dæmis meiðsli leikmanna og þær sem eru að koma til baka úr meiðslum. Við höfum fylgst vel með því. Við tókum eins vel ígrundaða ákvörðun og hægt var miðað við stöðu leikmannahópsins."

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, leikmaður RB Leipzig, meiddist í síðasta landsliðsglugga og þurfti að draga sig úr hópnum. Hún kemst ekki með á mótið vegna þessara meiðsla og er það grátlegt fyrir hana þar sem hún hefur átt fast sæti í hópnum undanfarna mánuði.

„Við ákváðum þetta í raun bara klukkan hálf ellefu í morgun, að hún yrði ekki með. Eftir samtöl við sjúkraþjálfara hér úti og sjúkraþjálfara hér heima, og eftir skoðun sem hún fór í morgun þá var ákveðið að þetta væri ekki gerlegt. Það var bara niðurstaðan og leiðinlegt fyrir okkur því Emilía hefur verið flottur leikmaður fyrir okkur," sagði Steini.

Emilía hefði verið á leið á sitt fyrsta stórmót fyrir Ísland. „Þetta er erfiðast fyrir hana sjálfa að upplifa það að missa af stórmóti. Þetta eru vonbrigði fyrir okkur en klárlega erfiðast fyrir hana að sjá þetta hverfa í dag. Síðustu orðin mín við hana voru: 'Þú kemur okkur á HM'."

Allt viðtalið, sem er tæplega átta mínútna langt, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir