Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   þri 12. júlí 2016 21:42
Hafliði Breiðfjörð
Jobbi: Verðum gjörsamlega að hætta þessu
Jobbi tryggði Grindavík stig.
Jobbi tryggði Grindavík stig.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Jósef Kristinn Jósefsson bjargaði stigi fyrir Grindavík þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við KA í Inkasso-deildinni í kvöld.

Gestirnir frá Akureyri leiddu 2-0 í leikhléi en Jósef jafnaði metin í 2-2 á 82. mínútu.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 KA

„Ég held maður verði að taka stigið sáttur. Þetta var sanngjarnt held ég að öllu leyti, þeir eru 2-0 yfir í fyrri og það voru engin leiðindi í hálfleik. Við vorum staðráðnir í því að við ætluðum allavega að jafna metin og sjá svo til," sagði Jósef eftir leikinn.

„Við vorum miklu meira með boltann og þetta sýnir líka bara karakterinn í liðinu, það er góð stemning í hópnum og menn komu ekki inn í hálfleik og hraunuðu yfir allt og alla þótt við gáfum þeim seinna markið. Við vorum bara með kassann úti og ætluðum að jafna."

Jobbi viðurkennir að Grindvíkingar geti sjálfum sér um kennt að hafa lent 2-0 undir:

„Algjörlega, þetta er óþolandi svona eftir leik. Við verðum gersamlega að hætta þessu, við gáfum leikinn gegn Keflavík og við hefðum ekki þurft að spila hann, við hefðum bara getað gefið hann 2-0 eða eitthvað."

Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner