Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 12. ágúst 2022 08:53
Elvar Geir Magnússon
Man City orðað við vinstri bakverði - Man Utd fundar með móður Rabiot
Powerade
Renan Lodi er orðaður við Manchester City.
Renan Lodi er orðaður við Manchester City.
Mynd: EPA
Adrien Rabiot.
Adrien Rabiot.
Mynd: EPA
Iker Bravo.
Iker Bravo.
Mynd: Getty Images
Lodi, Tierney, Rashford, Rabiot, Aubameyang, Dennis, Bailly og Memphis eru meðal þeirra sem við sögu koma í föstudagsslúðrinu. Framundan er spennandi fótboltahelgi.

Manchester United hefur áhuga á brasilíska vinstri bakverðinum Renan Lodi (24) hjá Atletico Madrid. (Telegraph)

Skoski vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney (25) hjá Arsenal er meðal leikmanna sem Manchester City hefur áhuga á. (90min)

Paris St-Germain er í viðræðum við umboðsmenn Marcus Rashford (24) um möguleika á því að fá enska sóknarmanninn frá Manchester United. (L'Equipe)

United er að fara að funda með Veronique, móður og umboðsmanni Adrien Rabiot (27) eftir að hafa gert samkomulag við Juventus um kaupverð á franska miðjumanninum. (Fabrizio Romano)

Pierre-Emerick Aubameyang (33) vill frekar vera áfram hjá Barcelona en að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og ganga í raðir Chelsea. (Sport)

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, setur þrýsting á eigandann Todd Boehly að kaupa Aubameyang frá Barcelona. (Sport)

Nottingham Forest hefur gert fyrsta tilboð í nígeríska sóknarmanninn Emmanuel Dennis (24) hjá Watford. (The Athletic)

Atalanta mun berjast við Forest um ítalska vængmanninn Emerson Palmieri (28) hjá Chelsea. (Standard)

Che Adams (26) hjá Southampton hefur áhuga á að fara til Everton en það er samkeppni frá Leeds United, Wolves og Forest um skoska sóknarmanninn. (Mail)

Everton vonast til að ganga frá kaupum á gíneska sóknarmanninum Serhou Guirassy (26) frá Rennes fyrir vikulok. (L'Equipe)

Ralf Rangnick, fyrrum bráðabirgðastjóri Manchester United, hefur ýjað að því að austurríski sóknarmaðurinn Sasa Kalajdzic (25) ætti að hafna því að fara til United. Rangnick er landsliðsþjálfari Austurríkis í dag. (Star)

West Ham er í viðræðum við Paris St-Germain varðandi samkomulag um þýska varnarmanninn Thilo Kehrer (25).

Áhugi Roma á að selja Nicolo Zaniolo (23) hefur minnkað en ítalski vængmaðurinn hefur verið orðaður við Tottenham. (Standard)

Everton vill bæta við fjórða nýja leikmanninum í þessari viku, viðræður við franska sóknarmanninn Ludovic Ajorque (28) hjá Strasbourg þróast vel. (Foot Mercato)

Juventus færist nær því að klára samkomulag um hollenska framherjann Memphis Depay (28) hjá Barcelona. (90min)

Marseille hefur haft samband við Manchester United varðandi mögulegan lánssamning fyrir varnarmanninn Eric Bailly (28). (L'Equipe)

Spænski vængmaðurinn Iker Bravo (17) hjá Bayer Leverkusen mun fara til Real Madrid á eins árs lánssamningi. (Bild)

Championship félögin Watford, Burnley, Blackburn Rovers og Sheffield United hafa áhuga á að fá hollenska varnarmanninn Sepp van den Berg (20) lánaðan frá Liverpool. (Mail)

Diego Costa (33), fyrrum sóknarmaður Chelsea og spænska landsliðsins, er á leið aftur til Rayo Vallecano eftir að hafa verið félagslaus síðan hann rifti samningi við Atletico Mineiro í janúar. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner
banner