Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. september 2021 18:07
Brynjar Ingi Erluson
Bielsa: Betra liðið vann í dag
Marcelo Bielsa
Marcelo Bielsa
Mynd: Getty Images
Argentínski knattspyrnustjórinn Marcelo Bielsa viðurkenndi eftir 3-0 tap Leeds gegn Liverpool að betra liðið hafi unnið en hann talaði einnig um rauða spjaldið sem Pascal Struijk fékk fyrir brot á Harvey Elliott.

Liverpool var með mikla yfirburði á Elland Road og skapaði sér urmul af færum. Mohamed Salah skoraði fyrsta markið á 20. mínútu og Fabinho bætti við öðru í upphafi síðari hálfleiks.

Sadio Mane gulltryggði sigurinn undir lokin.

„Við náðum ekki að stýra spilinu oft í þessum leik. Þeir voru með yfirburði á öllum sviðum. Ég veit ekki af hverju og þarf helst að vita ástæðuna," sagði Bielsa.

„Þegar við töpuðum boltanum þá sköpuðu þeir hættu og það gerir mig auðvitað áhyggjufullan að tapa þessum leik 3-0."

Struijk var rekinn af velli á 59. mínútu eftir ljóta tæklingu á Elliott en Englendingurinn var borinn af velli og gæti verið lengi frá.

„Mér finnst mjög leiðinlegt að andstæðingurinn hafi meiðst og ég er handviss um að þetta var ekki slæmur ásetningur af hálfu okkar leikmanns. Ég vildi óska þess svo innilega að þetta hefði ekki gerst," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner