Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. október 2021 13:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn frá Arsenal, Wolves, Porto og Benfica á Víkingsvelli
Icelandair
Fabio Silva
Fabio Silva
Mynd: Getty Images
Nuno Tavares
Nuno Tavares
Mynd: Getty Images
Íslenska U21 árs landsliðið mætir sterku liði Portúgals í undankeppni EM í dag. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og er búið að opinbera byrjunarliðin.

Smelltu hér til að sjá byrjunarlið Íslands

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  1 Portúgal U21

Leikmenn Portúgal koma margir hverjir úr portúgölsku deildinni en einnig frá stórum félögum í Evrópu. T.a.m. eru tveir leikmenn á mála hjá félögum í úrvalsdeildinni, einn hjá Frakklandsmeisturum Lille og einn frá Basel.

Tiago Djaló í vörninni er á mála hjá Lille, Nuno Tavares var keyptur til Arsenal í sumar, Fabio Silva er hjá Wolves, fyrirliðinn Vitinha er samningsbundinn Porto en var á láni hjá Wolves á síðasta tímabili, Joao Mario er einnig hjá Porto sem og Fabio Vieira og þá er Goncalo Ramos á mála hjá Benfica. Tomas Tavares er á mála hjá Basel en hann byrjar á bekknum í dag.

Arnar Laufdal Arnarsson vekur athygli á því í textalýsingu frá leiknum að Fabio Vieira var valinn besti leikmaður lokamóts U21 landsliða nú í vor. Portúgal lék þar til úrslita en tapaði gegn Þýskalandi. Tveir leikmenn úr því liði Portúgals eru í byrjunarliðinu í dag. Fyrirliðinn Vitinha spilaði einnig úrslitaleikinn gegn Þýskalandi. Tiago Djalo og Goncalo Ramos voru á bekknum.
Athugasemdir
banner
banner