Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. desember 2019 23:06
Ívan Guðjón Baldursson
Hargreaves og Owen: Greenwood verður stjarna
Mynd: Getty Images
Owen Hargreaves, fyrrum miðjumaður FC Bayern og Manchester United, var í sjónvarpsveri BT Sport þegar fjallað var um leiki kvöldsins í Evrópudeildinni.

Hinn 18 ára gamli Mason Greenwood var í byrjunarliði Manchester United í toppslag L-riðils gegn AZ Alkmaar.

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en Greenwood skoraði tvö lagleg mörk í síðari hálfleik og fékk dæmda vítaspyrnu sem Juan Mata skoraði úr.

Hargreaves hefur miklar mætur á Greenwood og telur öruggt að hann verði að stjörnu í framtíðinni.

„Hann er 18 ára en þú sérð að hann er tilbúinn. Í hvert skipti sem ég sé hann spila þá sannfærir hann mig. Hann er náttúrulegur markaskorari," sagði Hargreaves.

„Mörkin sem hann skorar, ég veit ekki hvað það er en hann hittir boltann bara svo fullkomlega. Ég elska að horfa á hann klára færi því hann lætur það líta út fyrir að vera auðvelt.

„Marcus Rashford getur verið fullkomin fyrirmynd fyrir hann. Hann er bara 18 ára en er ótrúlega góður að klára færi. Hann á eftir að verða stjarna, það er engin spurning."


Michael Owen var einnig í sjónvarpsverinu og tók undir orð Hargreaves.

„Það er ekki spurning um að hann á eftir að vera topp leikmaður í langan tíma. Hann þarf bara að halda sér á jörðinni."
Athugasemdir
banner
banner