Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. apríl 2019 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Viðræður við Phelan tefjast - Pogba líklegur fyrirliði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mike Phelan á ríka sögu að baki hjá Manchester United og gæti skrifað undir samning við félagið. Hann var ráðinn af Ole Gunnar Solskjær í desember og hefur sinnt starfi aðstoðarknattspyrnustjóra.

Phelan var aðalliðsþjálfari Man Utd undir stjórn Sir Alex Ferguson í sjö ár áður en hann var hækkaður um tign og færður í stöðu aðstoðarknattspyrnustjóra, sem hann sinnti síðustu fimm ár Ferguson hjá félaginu.

Phelan skrifaði undir skammtímasamning í desember og vonast Solskjær til að hann skrifi undir lengri samning. Samningsviðræður eru í gangi en þær hafa dregist á langinn, Phelan vill loforð um að stjórnskipulag félagsins verði bætt ef hann á að skrifa undir.

Phelan er í starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Central Coast Mariners í Ástralíu og er virkur í því starfi. Hann hélt til Ástralíu í síðasta landsleikjahléi en er annars búsettur í Manchester.

Það eru sögusagnir uppi um að Phelan vilji ekki skrifa undir samning sem þjálfari heldur vilji hann taka við starfi sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Rauðu djöflunum.

„Ég vil halda áfram að starfa með Mike og ég vil að hann haldi áfram að sinna því starfi sem hann sinnir núna. Stundum finnst mér eins og fólk í þessu landi hugsi meira um starfstitilinn heldur en það sem starfið felur í sér," sagði Solskjær þegar hann var spurður út í framtíð Phelan.

„Mike er meira en bara aðstoðarknattspyrnustjóri, þó það sé starfstitillinn hans. Það er frábært að hafa hann hérna."

Þá eru uppi miklar vangaveltur um hvern Solskjær velur sem fyrirliða félagsins á næsta tímabili. Antonio Valencia er fyrirliði en hann yfirgefur Man Utd í sumar.

Solskjær hefur notað Ashley Young oft sem fyrirliða en Paul Pogba, David de Gea og Chris Smalling hafa allir fengið bandið.

„Við munum sjá til hverjir verða hérna á næsta tímabili. Ég er með nokkra leikmenn í huga sem gætu verið fyrirliðar. Það eru nokkrir hérna sem geta tekið þetta hlutverk að sér, við eigum eftir að ákveða hver hentar best."

Með þessum orðum gæti Solskjær verið að ýja að því að hann hafi Pogba ofarlega í huga. Hann er einn af þeim sem hafa verið orðaðir við brottför í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner