Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mið 13. júní 2018 21:43
Matthías Freyr Matthíasson
Ágúst Gylfa: Þeir voru peppaðir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já ég er virkilega ánægður. Þetta var gríðarlega erfiður leikur og Fylkismennirnir komu vel peppaðir í þetta og uppskáru hvert hornið á fætur öðru og maður var nánast með hjartað í buxunum allan leikinn. Þeir eru með 20 horn held ég en geggjaður sigur og vinna 2 - 0 var náttúrlega frábært. En eins og ég segi, ekki alveg okkar dagur en að vinna 2 - 0 það er frábært," sagði kátur Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks eftir sigur gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Fylkir

„Ég gef þeim fullt kredit fyrir þennan leik. Þeir voru peppaðir og gera vel og við náðum ekki okkar spili og þeir pressuðu okkur vel en eins og fyrir þá, því miður að þá náðu þeir ekki að skora á okkur úr öllum þessum hornum sem var í rauninni ótrúlegt.

Seinni hálfleikurinn að þá snérum við taflinu aðeins við og náðum aðeins betri leik og náðum að opna þá aðeins og nýta færin okkar."


Eins og fram kom í gær að þá er Hrvoje Tokic á leiðnni frá Blikum og danskur sóknarmaður á leiðinni eða er það ekki rétt?

„Jú hann er mættur hérna og horfði á leikinn og er semsagt að semja við okkur til tveggja ára og hann heitir Thomas Mikkelsen og er búinn að spila í þrjúr ár í skosku úrvalsdeildinni og er flottur leikmaður sem mun styrkja okkur verulega."

Að lokum. Ætlar þú til Rússlands?

„Sennilega ekki. Ekki nema einhver geri mér eitthvað gylliboð og biður mig um að koma með að þá kannski tek ég það en það er ekki skipulagt allavegana."

Nánar er rætt við Ágúst í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner