Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 13. júní 2021 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bellingham yngsti leikmaðurinn í sögu EM
Mynd: EPA
England vann Króatíu í fyrsta leik dagsins á EM í dag. Leiknum lauk 1-0 en Raheem Sterling skoraði markið.

Jude Bellingham er í leikmannahópi Englands en hann er einungis 17 ára gamall. Hann byrjaði á bekknum í dag en kom inná fyrir Harry Kane þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Það var sögulegt augnablik þegar hann kom inná en hann er yngsti leikmaðurinn til að taka þátt á EM en hann er nákvæmlega 17 ára og 359 daga gamall.

Hann bætti met Jetro Willems sem var 18 ára og 71 daga gamall þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Holland á EM 2012. Hann lék þrjá leiki á mótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner