Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 13. ágúst 2024 08:40
Ívan Guðjón Baldursson
Staðfestir yfirvofandi félagaskipti Neres til Napoli
Mynd: Getty Images
Roger Schmidt þjálfari Benfica er búinn að staðfesta yfirvofandi brottför brasilíska kantmannsins David Neres frá félaginu.

Neres er á leið í ítalska boltann þar sem hann mun spila fyrir Napoli eftir að hafa verið hjá Benfica í tvö ár.

Neres er 27 ára og var lykilmaður hjá Ajax áður en hann hélt til Benfica. Hann skipti upprunalega til Shakhtar Donetsk í Úkraínu en spilaði aldrei fyrir félagið vegna stríðsins.

„Ég get staðfest að David Neres vill skipta um félag. Við erum í viðræðum við áhugasamt félag og það lítur allt vel út," sagði Schmidt meðal annars.

Neres kom að 15 mörkum í 35 leikjum með Benfica á síðustu leiktíð.

Skoski miðjumaðurinn Billy Gilmour er einnig á leið til Napoli.
Athugasemdir
banner
banner
banner