Dagný Brynjarsdóttir var ánægð með 3-0 sigur Íslands gegn Ísrael í undankeppni HM 2015 á Laugardalsvelli í dag.
Hún viðurkennir þó að Ísland hafi ekki spilað sinn besta leik í dag, en stigin þrjú duttu í öllu falli í hús.
„Þetta var þægilegur sigur en við vorum kannski ekki að spila okkar besta leik. Það var mikið af feilsendingum og kannski rangar ákvarðanir á þriðja vallarhlutanum. Við fáum Serbíu næst og þurfum að laga það,“ sagði Dagný.
„Við unnum þær 1-0 í Ísrael en vorum alltaf með yfirhöndina þar og fengum fullt af færum. Þetta kom okkur svosum ekkert á óvart.“
„Það hefði kannski alveg verið sanngjarnt að vinna allavega 6-0, en það er alveg fínt að vinna 3-0.“
Viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir























