
Hákon Arnar Haraldsson gat ekki spilað með íslenska landsiðinu í nýliðnum landsleikjaglugga þar sem hann meiddist á landsliðsæfingu í aðdraganda leikjanna.
Lille, félagið sem Hákon spilar með í Frakklandi, gaf í kjölfarið út að Hákon yrði frá næstu þrjá mánuðina þar sem hann væri með brotið bein í fæti.
Lille, félagið sem Hákon spilar með í Frakklandi, gaf í kjölfarið út að Hákon yrði frá næstu þrjá mánuðina þar sem hann væri með brotið bein í fæti.
Í stuttu samtali við Fótbolta.net segir Hákon að hann hafi ekki fundið neitt sérstakt gerast.
„Ég fann bara fyrir ógeðslega miklum verk og hætti," segir Hákon sem fór í kjölfarið í myndatöku þar sem kom í ljós að hann væri brotinn.
Um álagsbrot í fæti er að ræða og þarf Hákon ekki að fara í aðgerð vegna meiðslanna.
Ljóst er að hann verður ekki meira með íslenska landsliðinu á þessu ári en ætti að geta spilað aftur með Lille í desember.
„Ég er ekki að horfa í neina sérstaka dagsetningu, þetta fer bara eftir því hvenig beinið grær," segir Hákon sem hefur síðustu misseri verið algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu og var kominn í góða stöðu hjá Lille áður en hann meiddist. Hann mun missa af leik gegn Real Madrid í Meistaradeildinni vegna meiðslanna.
Ísland vann Svartfjallaland á heimavelli en tapaði svo gegn Tyrklandi ytra. Framundan eru leikir í október og nóvember þar sem riðlakeppni Þjóðadeildarinnar klárast.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir