Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 13. nóvember 2014 15:37
Magnús Már Einarsson
Heimir Hallgríms: Fjölmiðlafulltrúinn vill fara á McDonald's
Magnús Már Einarsson skrifar frá Brussel:
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi.
Ómar Smárason fjölmiðlafulltrúi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru allir heilir eftir leikinn í gær," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net áðan. Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

„Það voru sumir leikmenn með smávægileg meiðsli sem hvíldu í gær. Við ættum að geta byrjað þennan stutta undirbúning fyrir Tékkaleikinn af krafti. Við reynum að hvíla okkur í dag og við ætlum út að borða í kvöld."

En hvert á að fara út að borða?

„Ef Ómar fjölmiðlafulltrúi fengi að ráða þá færum við á McDonalds en ég held að hann fái ekki að ráða. Ætli Gunni Gylfa ráði ekki og við förum á eitthvað steikhús sennilega," sagði Heimir kíminn.

Íslenska liðið fer ekki strax til Tékklands en taktísk atriði verða æfð í Belgíu.

„Við getum eytt tíma í rólegheitum hér og farið yfir föst leikatriði og annað sem þarf. Það geta verið njósnarar allstaðar. Vonandi verða ekki margir að fylgjast með okkur."

„Það má búast við öllu. Ég vona að þeir Tékkar sem mættu til að leikgreina okkur í gær séu með meiri hausverk en þeir voru með fyrir leikinn. Það eru margir sem gera tilkall til að byrja gegn Tékkum."

„Þetta eru áþekk lið með svipaða eiginleika. Leikurinn getur farið hvernig sem er en við þurfum að hugsa um að eiga góðan leik gegn þeim, sérstaklega varnarlega og þá er allt hægt. Við erum ekkert hræddir við Tékkana þó við vitum þeirra styrkleika."

„Það er gaman að leikgreina þetta lið. Það eru skemmtilegar hlaupaleiðir og afskaplega góður leikskilningur milli leikmanna. Þetta er mjög vinnusamt lið og margt sem þarf að varast."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner